Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Síða 28
endasambandinu og Kjartans Ólafssonar, varaformanns
Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagsráðherrarnir fram-
kvæma nú hvert skrefið af öðru í þeirri leiftursókn, sem
íhaldið boðaði fyrir seinustu kosningar, en sjálfsánægjan
og valdahrokinn hjá ráðherrum Alþýðubandalagsins leyna
sér ekki. Samningar fjármálaráðherrans við lækna koma
þjóðinni ekki við, segja þeir. Félagsmálaráðherra talar um
að það sé verið að ráðast að mannorði sínu, ef upplýst er
um bitlingabrask hans.
Allir verkalýðssinnar, allir vinstri menn verða að snúast
af alefli gegn þessari nýju framrás íhaldsaflanna í landinu
undir forsjá forystusveitar Alþýðubandalagsins.
Allt launafólk verður að snúast til varnar gegn þeirri
íhaldsstjórn, sem hér situr við völd.
Sundurlyndi vinstri fólks á íslandi hefur aukið veg
íhaldsaflanna. Nú er hættan meiri en nokkru sinni fyrr á
yfirtökum íhaldsins.
Sundurlyndi hefur iíka verið ógæfa íslenskra jafnaðar-
manna. Fyrir kosningarnar 1978 sameinuðust fjölmargir
jafnaðarmenn í Alþýðuflokknum, sem áður voru í öðrum
samtökum. Þá vann Alþýðuflokkurinn mikinn sigur. Þá
sannaðist sem fyrr að samstaða er styrkur, eining er afl.
Alþýðuflokkurinn er öðrum stjórnmálaflokkum lýðræðis-
legri og opnari. Það er líka styrkur, en þá verðum við
sömuleiðis hvert og eitt að lúta lögmálum lýðræðisins í
verki og starfi. Lýðræðið er ekki bara gott, það gerir
miklar kröfur. Ábyrðarleysi og sundrungariðja eru mein,
sem geta miklu spillt og miklum skaða valdið.
Áreynslutími er að baki, en látum á okkur sannast, að
við eflumst af hverri raun, því verkefnin framundan eru
mikil.
26