Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Side 43
bands íslands og Sjálfstæðismönnum hefur verið afhent
oddaaðstaða þar.
Jafnframt þessu hafa Alþýðubandalagið og málgögn þess
lagt ofurkapp á að upphefja þá íhaldsþingmenn, sem
Alþýðubandalagið leiddi til öndvegis í ríkisstjórninni. Ekki
aðeins hafa Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn
fengið örfáum íhaldsmönnum völd og áhrif eins og um
heilan stjórnmálaflokk væri að ræða, heldur jafnframt lagt
allt kapp á að hjálpa þeim til sjálfstæðrar flokksstofnunar.
Allt bendir nú til þess að nýr íhaldsflokkur sé í upp-
siglingu. Fyrsta verkefni slíks flokks verður að freista þess
að vinna Reykjavíkurborg úr höndum vinstri manna.
Næsta verkefni hans verður að reyna að ná undirtökum
með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu þingkosningar, þannig
að íhaldsöflin geti tekið forystu í stjórnmálalífinu. Þá gætu
íhaldsöflin nýtt sér þá oddaaðstöðu, sem Alþýðubanda-
lagið og Framsóknarflokkurinn hafa fengið þeim í verka-
lýðshreyfingunni.
Kauplækkunarríkisstjórn.
Til þess að auðvelda íhaldsöflunum í landinu og koma
þannig undir sig fótunum, hafa ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins auk þess fallist á að standa með íhaldinu að fram-
kvæmd allra þeirra atriða, sem verkalýðshreyfingin gagn-
rýndi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks-
ins harkalegast fyrir á árunum 1974 til 1978 og urðu
þeirri stjórn að falli. Alþýðubandalagið hefur með vald-
boði ógilt undirskrift ráðherra síns undir kjarasamninga
við starfsmenn ríkisins og samþykkt að lækka laun almenn-
ings í landinu um 7% með lögum. Alþýðubandalagið
hefur fallist á að bera ábyrgð á gerð kjarasamninga við
lækna, sem fólu í sér 19—40% launahækkanir, en predik-
41