Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Side 48

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Side 48
Álit stjórnmálanefndar 2: Eining er afl Sundurlyndi var lengi ógæfa íslenskra jafnaðarmanna. Reynsla undanfarinna áratuga ætti að hafa fært mönnum heim sanninn um það hve sú ógæfa hefur oft reynst jafnaðarstefnunni dýr og verið vatn á myllu andstæðing- anna. Eftir langt missætti og sundrungu náðist loks samstaða með íslenskum jafnaðarmönnum. Viðræður um sameiningu jafnaðarmanna á íslandi í einn stjórnmálaflokk gerðu það að verkum að fjölmargir jafnaðarmenn, sem valið 'höfðu sér annan starfsvettvang en Alþýðuflokkinn gengu til liðs við flokkinn í kosningum vorið 1978. Þá vann Alþýðu- flokkurinn mesta kosningasigur í sögu íslenskra stjórn- mála. í Alþingiskosningunum 1979 var sameiningarmálið endanlega til lykta leitt er samstaða náðist með jafnaðar- mönnum í öllum kjördæmum landsins um framboð undir merkjum Alþýðuflokksins og með aðild þeirra allra að Alþýðuflokknum. Vegna þeirrar samstöðu tókst Alþýðu- flokknum að vinna varnarsigur í þeim kosningum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. íslenskir jafnaðarmenn standa nú sameinaðir í Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn er nú eini stjórnmálaflokkurinn, sem berst fyrir þjóðfélagi jafn- aðarstefnunnar á Islandi. Alþýðuflokkurinn hefur breytt skipulagi sínu á þann 46

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.