Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 24.10.1981, Blaðsíða 52
c) Vinnutími foreldra — styttur vinnutími — sveigjan-
legur vinnutími — fæðingarfrí — frí vegna veikinda
barna.
d) Dagvistarheimili.
e) Aðbúnaður barna í skólum — samfelldur vinnu-
dagur — öryggi, úti sem inni — vinnuaðstaða —
mataraðstaða — leikjaaðstaða —einsetinn skóli o. fl.
f) Foreldrafræðsla — fjölskylduráðgjöf.
g) Tómstundaaðstaða allrar fjölskyldunnar — aukin
tækifæri til skemmtana, íþrótta og fróðleiks fyrir
alla fjölskylduna í heild til þess fallnir að auka á
samheldni hennar og samveru.
h) Umönnun aldraðra.
i) Tryggingarmál, skattamál, barnabætur o. fl.
j) Fjölmiðlar og fræðsla í þágu fjölskyldunnar.
k) Fullorðinsfræðsla.
l) Fatlað fólk.
Grunnskólinn — starf hans og aðbunaður barnanna.
Starf grunnskólans og tilveru verður að miða við börnin
sem í honum eru, að hann sé þess megnugur að veita
þeim það veganesti og öryggi sem þau þarfnast.
Foreldrar eiga að geta treyst því að börn þeirra séu í
góðum höndum í skólanum, öryggis þeirra sé gætt í hví-
vetna frá upphafi hvers skóladags til loka hans og þau
hafi þar tækifæri til náms og leikja í samræmi við þroska
sinn og hæfileika.
Sérstaka áherslu verður að leggja á eftirfarandi:
— Börn með sérþarfir fái notið sín í þjóðfélaginu og
réttur þeirra til menntunar við sitt hæfi verði
tryggður, hvar svo sem þau búa í iandinu.
50