Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 7
Þingsetning
42. flokksþing Alþýðuflokksins var sett í Gamla Bíói föstu-
daginn 16. nóvember 1984.
Jón Sæmundur Sigurjónsson formaður undirbúnings-
nefndar bauð gesti velkomna, sérstaklega forseta ASÍ, full-
trúa bræðraflokkanna á Norðurlöndum, fulltrúa annarra
þingflokka sem boðið var til þingsins, þar á meðal alla þing-
menn Bandalags jafnaðarmanna, einnig fulltrúa erlendra
sendiráða, þingfulltrúa og aðra gesti.
Jón Sæmundur minntist látinna flokksfélaga og risu fund-
armenn úr sætum í virðingarskyni við þá. Þá flutti Jón kveðj-
ur flestra bræðraflokka í Evrópu og eins frá Alþjóðasam-
bandi jafnaðarmanna.
Herluf Gjerde flutti ávarp frá bræðraflokkunum á Norður-
löndum.
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ ávarpaði þingið og
ræddi um tengsl Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinn-
ar.
Fundarmenn sungu „Sjá roðann í austri“ og „Hver á sér
fegra föðurland“.
Hópur aldraðra flokksmanna var heiðraður, afhenti for-
maður flokksins þeim rauða rós og minningabók um Jón
Baldvinsson. Vigfús Jónsson flutti ávarp fyrir þeirra hönd.
Fundarmenn sungu „Rósina“, við undirleik blásarahljóm-
sveitar undir stjórn Björns R. Einarssonar, sú hljómsveit lék
í hálftíma áður en fundur hófst, en forsöngvarar voru söng-
hópur sem nefndi sig „Káta krata“.
5