Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 9

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 9
isbreytingar, svo sem í landbúnaðarmálum, fjárfestingarmál- um, skattamálum, tollamálum og varðandi sjóðakerfið og Framkvæmdastofnun var hafnað. Það var greinilega fast- mælum bundið milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins að lögbinda leiftursókn niðurtalningar lífskjara, og afnema samningsréttinn, þann helgasta rétt sem Alþýðu- flokkurinn hafði barist fyrir að verkafólk og alþýða þessa lands fengi. Launafólk skyldi bera allar byrðarnar, það skyldi svipt samningsrétti og engar grundvallarbreytingar gerðar. í slíka ríkisstjórn átti Alþýðuflokkurinn ekkert erindi. Við för- um i ríkisstjórn til þess að ná árangri og ná fram stefnumið- um okkar um kerfisbreytingar og til að verja kjör launafólks, en ekki til skrauts eða stólanna vegna. Sannleikurinn er sá að Alþýðuflokkurinn er kröfuharður flokkur og á að vera það. Það er nóg af öðrum flokkum, sem segja eitt og gera annað. Þannig er Alþýðuflokkurinn ekki og á ekki að vera. Hitt er annað mál að í hugum sumra var það líka áfall að við skyldum ekki fara í ríkisstjórn eftir seinustu kosningar. Á liðnu ári birtist okkur enn eitt áfallið. í ljós kom gífurleg- ur fjárhagsvandi vegna útgáfu Alþýðublaðsins. Sú óreiða, sá vandi var langtum stærri og meiri en nokkurn í forystusveit flokksins óraði fyrir. Við skulum ekki ganga þess dulin að þessi áföll; klofning- ur, ósigur í kosningum, voru okkur þungbær og allt starf flokksins leið fyrir fjármálavandann. En nú er hið versta að baki og sóknarmöguleikar blasa við. Alþýðuflokkurinn hefur áður mætt áföllum en ætíð eflst á ný, þegar mest á reyndi. Svo mun einnig fara nú. Styrkur stjórnmálaflokks felst nefnilega ekki í þvi einu að sigra í kosningum, heldur ekki síður í því að búa yfir þraut- seigju og þreki, þegar á móti blæs. Þennan styrk hefur Al- þýðuflokkurinn. Það hefur hann sýnt. Á þeim styrk mun hann byggja sókn sína núna. Ég segi að sókn sé framundan, ekki af því að það verk verði 7

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.