Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Blaðsíða 11
Við jafnaðarmenn viljum að þjóðfélagið byggi efnahags-
lega sjálfstæðir einstaklingar, því að án fjárhagslegs öryggis
er enginn frjáls. Enginn á að þurfa að kvíða ellinni pening-
anna vegna. Enginn á að þurfa að óttast um afkomu sína og
sinna.
Hversu óralangt frá þessum markmiðum er ekki sú ríkis-
stjórn sem nú situr? Hún hefur skipað sér á bekk með íhalds-
sömustu ríkisstjórnum í kringum okkur. Hún hefur ráðist
gegn þeirri velferð, sem Alþýðuflokkurinn öðrum flokkum
fremur hefur unnið að þvi að byggja upp á liðnum áratugum.
Þessari árás verðum við að hrinda. Stefna okkar krefst þess.
Réttlætið krefst þess.
Öflin yzt til hægri hafa náð höndum saman i þessari ríkis-
stjórn. Frjálshyggju- og peningamagnspostularnir ráða ferð-
inni. Þeirra frelsi er frelsið til ofsagróða en ekki það frelsi sem
byggist á efnahagslegu öryggi og sjálfstæði hvers einstakl-
ings. Milliliðir ýmsir hafa óheftan gróða, en launafólk og
undirstöðuatvinnuvegir eru að sligast. Þegar launafólk reis
upp til varnar gegn sírýrnandi kaupmætti boðaði ríkisstjórn-
in enn lakari kjör. Líka þá kunni hún engin önnur ráð en að
skerða kjör og ráðast gegn hinum verst settu. Þegar til verk-
falls kom efndi hún til úlfúðar i stað þess að leita sátta. Hún
beitti harðýðgi í samskiptum við verkfallsfólk og dró verkfall-
ið á langinn í þeim tilgangi að brjóta almenn samtök launa-
fólks á bak aftur.
Við vissum að þeir félagar Hayek og Friedman, fyrirmynd-
ir frjálshyggjupostulanna vilja verkalýðsfélög feig, en það
voru tíðindi að þau sjónarmið réðu ríkjum í ríkisstjórn ís-
lands, en það fengum við þó að sjá. Á svonefnda skattalækk-
unarleið í kjarasamningum reyndi hins vegar aldrei, af því að
ríkisstjórnin brást í því hlutverki sínu að marka skýra afdrátt-
arlausa og trúverðuga stefnu, þar sem sýnt væri og sannað að
ekki væri annað á ferðinni en enn ein árásin á félagslega þjón-
ustu og velferð í þessu landi.
9