Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 14
ungis auknum þjóðarskuldum. Það er verið að binda okkur
bagga sem við eigum að bera í framtiðinni, við sjálf og börnin
okkar.
Á þessu sviði þarf algera kerfisbreytingu. Alþýðuflokkur-
inn einn allra flokka hefur krafist þeirrar breytingar. Núver-
andi sjóðakerfi er úrelt og steinrunnið og hemill á allar fram-
farir. í stað þess þarf einn fjárfestingarsjóð, þar sem allir at-
vinnuvegir standi jafnfætis og sjóð sem jafnframt sé reiðubú-
inn til þess að leggja áhættufé í nýjungar sem óvissa ríkis um
hvernig takist.
Vaxtabroddar í nýjum greinum þurfa olnbogarúm og alúð.
Ég nefni lífefnatækni, rafeindatækni, nýjar búgreinar, fisk-
eldi og ferðamannaiðnað. En ég vil líka nefna sölumennsku
sem sérstaka atvinnugrein. Þar á ég við markaðsöflun og
sölustarf á erlendum mörkuðum. í dreifingu og sölu liggur
stór hluti hins endanlega markaðsverðs og markaðir fást ekki
án fyrirhafnar. Öflugt sölustarf er undirstaða iðnþróunar,
forsenda þess að við getum rutt nýjum atvinnufyrirtækjum
braut. Sú braut verður ekki rudd með stóriðjunni einni heldur
með því að virkja hugvit og áræðni margra. Hún verður ekki
rudd með því að einblína á einstakar verksmiðjur, heldur
miklu fremur af fyrirtækjum sem byrja smátt. Smáfyrirtæk-
in hafa orðið útundan í íslensku efnahagskerfi, hlutur þeirra
og hlutverk hefur verið vanmetið. Alþýðuflokkurinn á að
vera bandamaður þeirra.
Við jafnaðarmenn leggjum áherslu á að allir eigi rétt á
vinnu við sitt hæfi, að vinnan sé í raun mannréttindi. Engum
stendur því nær að benda á leiðir til þess að þetta markmið
náist, og það höfum við gert.
Við lifum nú á þröskuldi nýs tíma. Tæknibyltingin og hin
algera sjálfvirkni er að halda innreið sína. Það mun hafa mik-
il áhrif í þjóðfélaginu. Markaðsaðstæður fyrir fisk eru að
breytast þannig að ferskur fiskur er nú eftirsótt munaðarvara,
en samkeppni á frystum fiski að harðna. Þetta kallar á aðlög-
un. Ný tækifæri þarf að nýta. Tæknin á að þjóna manninum
12