Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 16

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 16
Taka á upp afkomutryggingu og beinar greiðslur fjöl- skyldubóta til barnafjölskyldna. Koma á upp einum sameiginlegum lífeyrissjóði allra lands- manna. Breyta á söluskatti í virðisaukaskatt, afnema undan- þágufarganið og lækka skattprósentuna m.a. í því skyni að bæta innheimtu. Herða þarf skatteftirlit. Flokkun i tolla- frumskógi á að breyta þannig að vörur flokkist ekki nema í tvo til þrjá tollflokka. Raunvexti á að lækka. Framkvæmda- stofnun ríkisins á að leggja niður, ríkisbönkum á að fækka og gerbreyta fjárfestingarsjóðakerfinu til einföldunar og þannig að jafnræði sé á milli atvinnugreina og hagur hús- byggjenda tryggður. Núverandi sölu- og verðlagskerfi land- búnaðarafurða á að endurskoða. Sambærilegar kerfisbreytingar þarf að gera á samskiptum einstaklinga og stofnana. Auka á valddreifingu en afnema skrifræði. Auka á völd og verkefni sveitarfélaga og samtaka þeirra, setja lög er tryggi upplýsingaskyldu hins opinbera gagnvart almenningi, stofna embætti umboðsmanns Alþing- is og setja lög um skyldur og starfsemi stjórnmálaflokka. Auka á frjálsræði í fjölmiðlum en marka á í lögum reglur um skyldur og ábyrgð þeirra. Þessar róttæku breytingar viljum við gera í efnahagsmál- um, en í utanrikismálum skulum við vera staðföst í þeirri stefnu að núverandi skipan öryggismála hafi reynst vel og henni skuli ekki breyta, jafnframt því sem við hvetjum stór- veldin til gagnkvæmrar afvopnunar undir eftirliti og leggjum áherslu á baráttu kúgaðra fyrir mannréttindum og frelsi. íslensk stjórnmál eru nú í mikilli deiglu. Það eru umbrota- tímar. Frjálshyggju- og peningamagnspostularnir hafa náð yfirtökunum í Sjálfstæðisflokknum. Hinir félagslega sinn- uðu eiga ekki upp á pallborðið. Framsóknarflokkurinn er bundinn og mótaður af íhalds- s.amri atvinnustefnu og einnig þar hafa félagshyggjuöflin orðið undir. Stjórnarandstaðan er veikari en skyldi vegna þess að

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.