Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 17
stærsti flokkur stjórnarandstöðunnar, Alþýðubandalagið,
dugar ekki sem forystuafl. Það er tækifærissinnaður öfga-
flokkur, sem ítrekað hefur sýnt ábyrgðarleysi sitt í stjórnar-
samstarfi og dekrar við öfgastefnur í samræmi við uppruna
sinn, en hættan er sú að einar öfgarnar magni aðrar.
Það er hlutverk Alþýðuflokksins að halda öfgaöflunum í
skefjum og koma á samstöðu við framsýna aðila í sókn til
meira réttlætis og jafnaðar. Nú er meiri þörf á slíkri sam-
vinnu og því er það áhyggjuefni að í stað samstarfs og sam-
stöðu sundrast lýðræðissinnaðir félagshyggjumenn í flokka
og framboð sem í raun eiga meira sameiginlegt en það sem
skilur þá að. Með því að taka höndum saman geta þessir aðil-
ar orðið það sáttaafl sem þjóðina skortir. Slíka samstöðu á
Alþýðuflokkurinn að boða og að því á hann að vinna.
Ég gat þess í upphafi að við hefðum gengið í gegnum erfitt
tímabil, en nú væri starfsgrundvöllur annar og betri.
Það er sannfæring mín að nú sé sóknarfæri.
Það er sannfæring min að Alþýðuflokkurinn hafi lykil-
hlutverki að gegna í þvi umróti sem framundan er.
Það er sannfæring mín að þjóðin þarfnast þeirra róttæku
kerfisbreytinga sem við boðum.
Ég veit að jafnaðarstefnan á sérstakt erindi til íslendinga
um þessar mundir.
Með samstilltu átaki getum við komið stefnunni á fram-
færi við þjóðina, og hrundið henni í framkvæmd.
Eins og ætíð áður veit ég að Alþýðuflokkurinn eflist til
sóknar þegar mest á reynir. Sá tími er núna. Sameinumst til
þeirrar sóknar fyrir bjartari framtíð.
Kjör starfsmanna
Kjartan Jóhannsson setti fund á ný að Hótel Loftleiðum kl.
20:30.
Kosning starfsmanna.
Þingforseti: Finnur Torfi Stefánsson.
Varaforsetar: Herdís Guðmundsdóttir, Davíð Björnsson.
15