Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 21
Að lokum þakkaði hann ýmsum samstarfsmönnum gott
samstarf og þá sérstaklega Jóhannesi Guðmundssyni sem að
ósekju hefði orðið fyrir aðkasti fyrir störf sín fyrir Alþýðu-
blaðið.
Bjarni gaf ekki heldur kost á sér í flokksstjórn, en mælti
með fulltrúum SUJ í hana og formanni SUJ í framkvæmda-
stjórn.
Skýrsla framkvæmdastjóra
Kristín Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri flokksskrif-
stofunnar. Starfsmaður auk Kristínar er Valgerður Guð-
mundsdóttir i hálfu starfi.
Til er nú skrá um allt flokksbundið fólk á Iandinu, samtals
3500 manns, en þá vantar tölur frá 2 félögum.
Endurskoðun á félagaskrá átti auk þess að gefa upp starfs-
heiti hvers félaga. Kristín hvatti félaga til að svara þeim bréf-
um frá flokksskrifstofunni sem til væri ætlast.
Hún ræddi um starf flokksskrifstofunnar. Þakkaði þeim
konum sem hafa tekið á sig ólaunað starf við undirbúning
kosninga og nú siðast flokksþingið, taldi upp nöfn þeirra.
Hvatti til góðrar þátttöku í formannafundi eftir þing.
Við getum verið ánægð með það efni sem við látum skóla-
fólki í té.
Kristín lagði mikið upp úr samvinnu við hin Norðurlöndin.
7 forystumenn í Alþýðuflokks- og verkalýðsforystu fóru
utan.
Stjórnir flokksfélaganna mega ekki gleyma eða gera lítið
úr ábyrgð sinni gagnvart flokknum í sambandi við áróður og
kynningu útá við.
Gleymum ekki að styðja við bakið á ungkrötum og efla og
styrkja unga fólkið okkar til framtíðarstarfa.
Einnig væri of lítið gert í að halda námskeið s.s. kvöldnám-
skeið eða helgarnámskeið.
Fyrir 70 ára afmæli Alþýðuflokksins eftir 2 ár, skal verða
búið að efla útgáfu Alþýðublaðsins og alla fræðslustarfsemi.
19