Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 27

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 27
Björgvin Guðmundsson gerði kröfu til Alþýðuflokksins að hann sinnti erfiðleikum unga fólksins í húsnæðismálum. Jóhann Möller ræddi stefnumið flokksins. Hann æskti út- skýringa á framkvæmd stefnu í skattamálum. Jóhann gerði að umræðuefni baráttu frumherja flokksins fyrir bindindis- hreyfingunni og bar fram tillögu um stuðning við þá hreyf- ingu. Birgir Dýrfjörð var næstur á mælendaskrá og fjallaði um óþægilegar spurningar um störf flokksins á síðustu sex árum. Hvað væri til úrbóta og hver væri sérstaða Alþýðuflokksins í íslenzkri pólitík. Taldi hann þörf á breyttu skipulagi í innra starfi flokksins. Jóhanna Sigurðardóttir talaði um stöðu flokksins og leit- aði svara. Taldi hún flokkinn hafa skyldur við' það fólk, sem vinnur fyrir lægstu launum og býr við lakastan fjárhag, því væri þörf fyrir öflugan flokk jafnaðarmanna. Hvatti hún flokksfólk til breytinga á starfsháttum, ef breytinga væri þörf. Jóhanna kvað merkisbera flokksins vera flokksfólk allt en ekki bara forystu flokksins, og flokksmenn yrðu að geta tekið sigri og ósigri og berjast ótrauðir fyrir framgangi jafnaðarstefnunnar. Friðrik Þór Guðmundsson las upp drög að tillögu frá SUJ um breytingu á stjórnarskránni o.fl. Árni Gunnarsson: Hugleiðingar um hvað ætlum við að gera, hvað varð okkur á? Skortir okkur trúna á okkur sjálf? Félagshyggjufólk og frjálshyggjufólk takast nú á. Stöndum á eigin fótum og skerpum línurnar svo að ekki fari á milli mála hver er stefna okkar, hvað við ætlum okkur. Skuldaskilasjóður heimilanna á fullan rétt á sér. Það verður að breyta stefnunni og hjálpa hinu unga fólki sem í dag er að sligast undan okinu sem á það er lagt vegna stofnunar heimilis síns. Davíð Björnsson mælir fyrir tillögu frá SUJ um friðarmál. Kristín H. Tryggvadóttir mælti með þingsályktunartillögu 25

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.