Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 28
þingmanna Alþýðuflokksins um tölvumenntun og endur-
menntun og hvatti hún allar stúlkur til að afla sér menntunar
á tölvusviði sem og menntunar í öðrum nýjum atvinnugrein-
um. Varaði hún við hættu á þvi að störf kvenna á vinnumark-
aði væru færð inn á heimilin sjálf.
Þá mælti Kristín fyrir tillögu um tölvumál og endurmennt.
Einnig mælti hún fyrir annarri tillögu varðandi skólamál
og skilning milli ólíkra þjóða.
Viðar Scheving ræddi um erfiðleika ungs fólks, sem væri
að byggja og kynnti tillögu SUJ um þau málefni.
Jóhanna Sigurðardóttir fjallaði um hlutverk jafnaðar-
manna, að vera forystuafl í baráttu vinstri manna, að vinna
að sameiningu jafnaðar- og félagshyggjufólks, en til þess
þyrfti að eyða tortryggni milli vinstri flokka. Þá ræddi hún
prófkjörsmál og mælti með þeirri breytingu að auk flokks-
bundinna félaga fengju þeir að kjósa sem væru óflokks-
bundnir og létu skrá sig til þátttöku minnst einum sólarhring
áður en prófkjör fer fram, og lagði hún fram tillögu þar um,
sem hún flutti ásamt fleirum.
Tryggvi Jónsson gagnrýndi störf og stefnu ríkisstjórnar-
innar og fyrirgreiðslupólitík hennar. Flutti hann tillögu frá
SUJ um samninga Landsvirkjunar við Alusuisse.
Karl Steinar Guðnason taldi varhugavert að efna til galdra-
brenna á forystumönnum flokksins. Taldi að ekki hefði verið
nóg rætt um málefni verkalýðshreyfingarinnar á þinginu.
Vildi hann hvetja hvern þann mann sem styddi Alþýðuflokk-
inn, að Iáta sig málefni verkalýðshreyfingarinnar miklu
varða, eins þyrfti Alþýðuflokkurinn að berjast í samvinnu-
hreyfingunni og brjóta niður samtryggingu íhalds og
kommúnista í verkalýðshreyfingunni. Karl Steinar lauk sinni
ræðu með því að tilkynna að hann gæfi ekki aftur kost á sér
sem ritari flokksins.
Var þá klukkan orðin 13:00 og var gert hádegisverðarhlé í
klukkustund.
26