Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 32

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 32
Stjórnarkjör Fundur settur að nýju kl. 5. Gengið var til kosninga eftir að forseti hafði kannað hvort allir fulltrúar hefðu fengið ávísun á kjörseðla. Áður en kosning hófst voru afgreidd kjörbréf frá Súgandafirði og Eskifirði. Dreifingu og söfnun kjörseðla önnuðust Sigurður Guð- jónsson, Ásgeir Ágústsson og Hauður Helga Stefánsdóttir. Framsögumaður nefndanefndar var Helga Möller. Tillög- ur nefndarinnar voru: Formaður: Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson. Varaformaður: Jóhanna Sigurðardóttir. Ritari: Árni Gunnarsson. Gjaldkeri: Geir Gunnlaugsson. Formaður framkvæmdastjórnar: Kristín Guðmundsdótt- ir, Guðmundur Oddsson. Áður en atkvæðagreiðsla hófst var afgreitt kjörbréf frá Fá- skrúðsfirði. Fulltrúi franska Alþýðuflokksins, Luc Veron, flutti ávarp meðan atkvæði voru talin í formannskjöri. Ræddi hann um stöðu bræðraflokkanna í báðum löndum, sem er talsvert ólík og flutti kveðjur og árnaðaróskir frá frönskum Alþýðu- flokksmönnum. Vakti hann athygli á að jafnaðarmenn eru forystuflokkur í flestum löndum í S-Evrópu og hvatti til sam- stöðu jafnaðarmanna í örri tæknivæðingu alls staðar. Forseti þakkaði honum góð orð í garð flokksins og óskaði honum og frönskum jafnaðarmönnum velfarnaðar. 30

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.