Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 33
Kosningar fóru þannig í formannskjöri, að Kjartan
Jóhannsson fékk 92 atkv. en Jón Baldvin Hannibalsson fékk
142 atkv. Aðrir sem fengu atkvæði við formannskjör voru
Sighvatur Björgvinsson 1. Auðir seðlar voru 6. Jón Baldvin
var löglega kjörinn formaður.
Kjartan Jóhannsson flutti ávarp og árnaði Jóni Baldvin
heilla.
Jón Baldvin þakkaði Kjartani drengileg orð og þakkaði
traust sem honum var sýnt og efaðist ekki um, að ekki félli
skuggi á drengilega keppni né óeining ætti eftir af að spretta.
Taldi hann að mesta karlmannaleg dyggð væri æðruleysi og
vitnaði þar í Fóstbræðrasögu.
Jón Baldvin hlakkaði til að herja á andstæðinga og áleit að
Kjartani Jóhannssyni yrði falið að verja vígi flokksins. Að
ræðu Jóns lokinni tókust þeir Kjartan í hendur og Kjartan
bauð Jóni að setjast í stól formanns.
Næst fór fram kosning varaformanns. Atkvæði greiddu
233.
Jóhanna Sigurðardóttir fékk 226 atkvæði og var því rétt-
kjörinn varaformaður Alþýðuflokksins til næstu tveggja ára.
Guðmundur Oddsson og Karl Steinar Guðnason fengu eitt
atkv. hvor. Fimm seðlar voru auðir.
Jóhanna Sigurðardóttir mælti nokkur orð og þakkaði það
traust sem sér væri sýnt, en kvað traustið ekki vera sitt heldur
skoðaði hún það sem viðurkenningu fyrir hið mikla og
ómælda, óeigingjarna starf, sem konur hefðu lagt fram til
framgangs stefnu Alþýðuflokksins.
Úrslit úr kosningu ritara urðu þau, að
Árni Gunnarsson hlaut 205 atkvæði.
Karl Steinar Guðnason hlaut 3 atkv.
Eiður Guðnason hlaut 2 atkv.
Guðmundur Árni Stefánsson hlaut 2 atkv.
Vigfús Ingvarsson hlaut 1 atkv.
Auðir seðlar voru 5 en atkvæði greiddu 218.
31