Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Síða 33

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Síða 33
Kosningar fóru þannig í formannskjöri, að Kjartan Jóhannsson fékk 92 atkv. en Jón Baldvin Hannibalsson fékk 142 atkv. Aðrir sem fengu atkvæði við formannskjör voru Sighvatur Björgvinsson 1. Auðir seðlar voru 6. Jón Baldvin var löglega kjörinn formaður. Kjartan Jóhannsson flutti ávarp og árnaði Jóni Baldvin heilla. Jón Baldvin þakkaði Kjartani drengileg orð og þakkaði traust sem honum var sýnt og efaðist ekki um, að ekki félli skuggi á drengilega keppni né óeining ætti eftir af að spretta. Taldi hann að mesta karlmannaleg dyggð væri æðruleysi og vitnaði þar í Fóstbræðrasögu. Jón Baldvin hlakkaði til að herja á andstæðinga og áleit að Kjartani Jóhannssyni yrði falið að verja vígi flokksins. Að ræðu Jóns lokinni tókust þeir Kjartan í hendur og Kjartan bauð Jóni að setjast í stól formanns. Næst fór fram kosning varaformanns. Atkvæði greiddu 233. Jóhanna Sigurðardóttir fékk 226 atkvæði og var því rétt- kjörinn varaformaður Alþýðuflokksins til næstu tveggja ára. Guðmundur Oddsson og Karl Steinar Guðnason fengu eitt atkv. hvor. Fimm seðlar voru auðir. Jóhanna Sigurðardóttir mælti nokkur orð og þakkaði það traust sem sér væri sýnt, en kvað traustið ekki vera sitt heldur skoðaði hún það sem viðurkenningu fyrir hið mikla og ómælda, óeigingjarna starf, sem konur hefðu lagt fram til framgangs stefnu Alþýðuflokksins. Úrslit úr kosningu ritara urðu þau, að Árni Gunnarsson hlaut 205 atkvæði. Karl Steinar Guðnason hlaut 3 atkv. Eiður Guðnason hlaut 2 atkv. Guðmundur Árni Stefánsson hlaut 2 atkv. Vigfús Ingvarsson hlaut 1 atkv. Auðir seðlar voru 5 en atkvæði greiddu 218. 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.