Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 57

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 57
Aðrar ályktanir Átak 1985 42. þing Alþýðuflokksins samþykkir að fela framkvæmda- stjórn að undirþúa átak á árinu 1985 til fjölgunar félaga í flokknum. Því flokksfélagi, sem nær bestum árangri, verði veitt viður- kenning svo og verði sá einstaklingur sem safnar flestum nýj- um félögum, heiðraður sérstaklega á 70 ára afmæli flokksins. Markið verði sett á það að fjölga félögum í Alþýðuflokkn- um um 1000 á árinu 1985 með samstilltri herferð um land allt. Flokksþingið felur flokkstjórn og framkvæmdastjórn að undirbúa lagabreytingar sem tryggja báðum kynjum jafnan og öruggan aðgang að stofnunum flokksins. Sigurður E. Guðmundsson harmaði að tillaga hans um Al- þýðublaðið yrði ekki til umfjöllunar á þinginu, og vildi að hún færi til flokksstjórnar en ekki til framkvæmdastjórnar. Var þá gengið til atkvæða og var samþykkt að vísa tillögu Sig- urðar E. Guðmundssonar til flokksstjórnar með þorra at- kvæða gegn sjö. Nefndarálitið samþykkt samhljóða. Tillaga Guðmundar Vésteinssonar o.fl. var samþykkt með lófaklappi. Tillaga Hauks Helgasonar og Jóhönnu Sigurðar- dóttur einnig með lófaklappi. Var þá komið að þinglokum. Aðalforseti þakkaði fulltrú- um þingsetu og þótti framkoma og málatilbúnaður hjá þing- fulltrúum til fyrirmyndar. 42. þing Alþýðuflokksins áréttar stefnu jafnaðarmanna 55

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.