Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 60

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 60
Þetta eru grundvallaratriði í menntastefnu íslenskra jafn- aðarmanna. Flokksþingið átelur að enn skuli grunnskólalögin frá 1974 ekki komin að fullu til framkvæmda. Fagna ber því að víðar njóta nú sex ára börn kennslu i forskóla og að sum sveitarfé- lög hafa brúað bilið milli leikskóla og grunnskóla með auk- inni kennslu og dagvistun, svo að til fyrirmyndar er. Leggja ber aukna áherslu á samstarf þeirra aðila er sjá um fræðslu og uppeldi barna og unglinga jafnt í skóla sem utan hans og kappkosta að starfandi séu félög foreldra og starfsfólks skóla er vinni að velferð nemenda og bættu skólastarfi. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að leitast verði við að skapa samfellu i námi nemenda milli grunnskóla, framhalds- skóla og háskóla og bendir jafnframt á nauðsyn þess að setja lög um hina ýmsu framhaldsskóla. Sú óvissa sem þar ríkir víða, hefur skapað margháttaða erfiðleika og óþarfa öryggis- leysi jafnt nemenda sem kennara. Flokkurinn vekur einnig at- hygli á þeirri staðreynd að samkvæmt kröfum þjóðfélagsins um menntun þegna sinna er framhaldsskólinn nauðsynlegur þáttur í undirbúningi einstaklinganna undir lifsstarf eða frekara nám hérlendis eða erlendis. Alþýðuflokkurinn vekur athygli á vaxandi þörf fyrir sér- hæft fólk i hraðbreytilegu, tæknivæddu nútímaþjóðfélagi. í því sambandi ber að stórefla kennslu á háskólastigi og gera þar með íslenskum háskólum mögulegt að vera samkeppnis- færa við sambærilegar menntastofnanir í öðrum löndum um menntun nemenda sinna. Þá skal og leggja aukna áherslu á vísindarannsóknir og efla þær stofnanir háskólanna er hafa það hlutverk sérstaklega að sinna þeim. Alþýðuflokkurinn hvetur til að komið verði á skipulagðri endurmenntun vegna tækniþróunar í atvinnulífinu og skapa öllum skilyrði til að aðlagast tæknivæðingu, einkum í þeim atvinnugreinum þar sem atvinnuöryggi starfsmanna er í hættu vegna tæknivæðingar. Alþýðuflokkurinn varar alvarlega við þeirri augljósu 58

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.