Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 62

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 62
Bindindismál 42. flokksþing Alþýðuflokksins lýsir yfir fyllsta stuðningi við bindindishreyfinguna í landinu og alla þá aðila sem vinna að þeim málum. Þingið skorar á þingmenn flokksins að beita sér fyrir auknu fjármagni frá Alþingi til þeirra aðila, sem vinna gegn misnotkun vímuefna. Umhverfismál 42. flokksþing Alþýðuflokksins haldið dagana 16.—18. nóvember 1984 samþykkir eftirfarandi drög að ályktun. Lífvænlegt umhverfi er ein meginforsenda mannlífsins. Umhverfismál eru nátengd þjóðfélagsuppbyggingunni og snerta allt nánasta umhverfi okkar ekki síður en óbyggðir landsins. í sameiningu myndar þetta eina órofa heild og þó skoða megi þau vandamál sem upp kunna að koma hvert fyr- ir sig er aldrei hægt að slíta þau úr heildarsamhenginu. Mark- miðið hlýtur að vera eðlilegt samspil manns og náttúru. Eitt helsta baráttumál Alþýðuflokksins — Landið þjóðar- eign — er á margan hátt ein meginforsenda víðtækrar stefnu- mótunar á sviði náttúru- og umhverfisverndar. íslendingar hafa löngum talið sig búa við óspillta náttúru, en nú er svo komið að stöðugt er gengið nær hinni viðkvæmu náttúru landsins en æskilegt væri. Við megum ekki láta sérhags- munahópa ráðskast með sameign okkar heldur ber okkur að sporna við hvers kyns ofnýtingu, óþarfa röskun og mengun- arhættu. Okkar er að vernda arf komandi kynslóða. Flokksþingið samþykkir að beina því til stjórnvalda að þau beiti sér fyrir eftirfarandi: 1. Að aukið fjármagn verði veitt til rannsókna á sviði um- hverfis- og náttúruverndarmála. 2. Að aukin áherzla verði lögð á fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði í skólum landsins. 3. Að tekið verði tillit til umhverfissjónarmiða við skipulagn- 60

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.