Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 64

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 64
Þegar auðhyggjumenn segja að þjóðin hafi ekki efni á að halda uppi velferðarríki með sameiginlegum sjóði, þá vilja þeir að menn fái sömu þjónustu og að hún sé greidd úr eigin vasa. Ef þetta yrði í reynd, þá hljóta hinir efnaminnstu að verða útundan og fara á mis við þjónustu heilbrigðis- og tryggingakerfis. Jafnaðarmenn telja hins vegar að allir eigi að hafa sama rétt og sama kost í þessum efnum. Þetta eru í hnotskurn dæmi um mismunandi mat á auð- gildi og manngildi, sem sýna ljóslega andstæður í stefnum jafnaðarmanna og auðhyggjumanna. í íslenzku þjóðfélagi má nú víða sjá þess merki að áhrif jafnaðarstefnunnar hafa dvínað og að félagslegt öryggi á í vök að verjast og er á undanhaldi. Afleiðingarnar blasa alls staðar við: — Velferðarríki fólksins er að verða að velferðarriki fyrir- tækjanna, þar sem almenningur greiðir sifellt hærri gjöld fyrir félagslega þjónustu, en fyrirtæki og bankar fá stöðugt meiri umbun frá hinu opinbera. — Óréttlætið i tekjuskiptingunni hefur vaxið gífurlega þannig að í raun má tala um tvær þjóðir i einu landi. — Þrátt fyrir lengstan vinnudag launafólks á íslandi eru meðallaun hér þau þriðju lægstu í Evrópu. — Hver fjölskylda verður að geta treyst á tvær fyrirvinn- ur,ef endar eiga að ná saman með nauðsynleg útgjöld. Heimilin og samheldni fjölskyldna eru því undir miklu álagi. Alvarlegir örðugleikar blasa við í lífsbaráttu ein- stæðra foreldra. — Á meðan laun hækka um 20,3%, hækka útgjaldaliðir heimilanna um allt að 86%. Fórnir launafólks eru samt einskis metnar og áfram skal vegið í sama knérunn. — Fjármögnun til húsnæðismála er í algjöru uppnámi, lánakjör til fólks sem er að eignast húsnæði er óviðun- andi með þeim afleiðingum, að neyðarástand er að skapast hjá mörgum íbúðarkaupendum og húsbyggj- endum. 62

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.