Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 65

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 65
— Félagsleg þjónusta og almannatryggingar eru skornar niður enda hefur eftirspurn eftir aðstoð félagsmála- stofnana aldrei verið meiri. — Aldrei fyrr hefur reynt eins á úrlausnir varðandi dag- vistun barna vegna fyrirvinnumálanna. Unnir áfangar í skólamálum reynast standa á brauðfótum og fram- haldsmenntun stefnir í að verða forréttindi. — Meðan skattalækkanir fyrirtækja og banka nema stór- felldum upphæðum, hækka lyfja- og læknisþjónusta gífurlega, sem kemur þyngst niður á efnalitlu fólki. Ljóst er að hér rikir hugmyndafræði auðhyggjumanna. Jafnaðarmenn fordæma harðlega árásir þeirra og ríkisstjórn- ar þeirrar er nú situr á velferðarstofnanir íslendinga. Jafnað- armenn byggðu upp velferðarkerfið og það hefur skapað ör- yggi og festu í íslenzku þjóðlífi. Þau viðhorf hafa heyrst, að markmiðum jafnaðarmanna sé náð í megindráttum í velferð- armálum, en sú hægri stjórn sem nú ríkir í landi félagshyggju- fólks, hefur opnað augu landsmanna óþyrmilega fyrir þeirri staðreynd, að félagshyggjufólk má aldrei sofna á verði sínum og ganga út frá því sem vísu, að almannatryggingar og félags- iegt öryggi séu í allra augum ófrávíkjanleg skilyrði í gerð menningarþjóðfélags. Jafnrétti í launamálum 42. flokksþing Alþýðuflokksins átelur þá mismunun sem enn ríkir í launamálum kvenna og karla á vinnumarkaðinum. Allar kannanir sem gerðar hafa verið sýna að launamisrétt- ið er mikið og störf kvenna gróflega vanmetin, hvort sem um er að ræða ófaglærð störf eða störf sem kostað hafa margra ára sérnám. Konur skipa að stærstum hluta láglaunahópana og er það í hróplegu ósamræmi við vinnuframlag þeirra og þann mikla skerf sem þær leggja fram til verðmætasköpunar og atvinnu- uppbyggingar í þjóðfélaginu. 63 L

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.