Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 67

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Page 67
því enn versnað. Við þetta bætast þeir erfiðleikar, sem há- vaxtastefna ríkisstjórnarinnar hefur valdið launafólki, sem á síðustu árum hefur fjárfest í íbúðarhúsnæði. Barátta launþega fyrir bættum kjörum að undanförnu, mun ekki bera þann árangur sem til var ætlast, einkum í ljósi þeirra staðreynda, að ríkisstjórnin hefur þegar sýnt það í verki að nýgerðir kjarasamningar verði eyðilagðir með öllum hugsanlegum ráðum, eins og gengisfellingum og verðhækk- unum lífsnauðsynja. Sjómenn eru nú að hefja sína baráttu fyrir leiðréttingu launa. Alþýðuflokkurinn minnir á, að sjó- mannastéttin hefur orðið hvað verst úti í kjaraskerðingarfári síðustu ára. Flokkurinn lýsir fyllsta stuðningi við kröfu sjó- mannasamtakanna og óskar þeim árangursríkrar niðurstöðu. Hin gamla krafa verkalýðshreyfingarinnar um að dag- vinnulaun nægi til lífsviðurværis hefur sjaldan átt meiri rétt á sér en einmitt nú. Verkalýðshreyfingin verður að gera ákveðnari kröfur um að öfl jafnaðar, félagshyggju og sam- vinnu taki höndum saman í baráttunni fyrir réttlátara þjóðfé- lagi, þar sem rétturinn er ekki hinna fáu, heldur fjöldans. Það er óþolandi að postular frjálshyggjunnar fái að vaða uppi með kenningar sínar um lögmál frumskógarins, þar sem hinn sterki skuli sigra í krafti peninganna. Frjálshyggjuöflunum verður að mæta af fyllstu hörku og stöðva þá þróun að á ís- landi búi tvær þjóðir; önnur rík, hin fátæk. Áhrif verkalýðshreyfingarinnar á stjórn þjóðmála verður að aukas, og hún verður að hafa meira að segja um hvernig fjármálum þjóðarinnar er háttað, hvernig arðinum af vinn- unni er skipt, hvernig hann er notaður. Það er nauðsynlegt, að þegar í stað verði rannsakað hverjir hirða arðinn af striti fjöldans, svo það komi skýrt í ljós, að hægt væri að greiða almennum launþegum á íslandi mun hærri laun en nú gerist. Orkumál 42. flokksþing Alþýðuflokksins krefst þess að fyllstu hörku 65

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.