Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 71

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 71
andi helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fjármunum þjóðarinnar. Þá verður að endurskoða skiptingu verkefna á milli þeirra þriggja rekstrarforma, sem mest fer fyrir í okkar blandaða hagkerfi; opinbers rekstrar, samvinnurekstrar og einkarekstr- ar. Einingar þessara rekstrarforma eru í sumum tilvikum orðnar alltof stórar, og hefur smærri og meðalstór atvinnu- rekstur liðið stórlega fyrir það. Það er eitt af grundvallarat- riðum í stefnu jafnaðarmanna, að ríkisvald í blönduðu hag- kerfi eigi að hafa hemil á áhrifum og völdum stórfyrirtækja. Um þessar mundir verða jafnaðarmenn, að gæta sín á því vopni, sem gegn þeim er beitt, einkum af frjálshyggjumönn- um, að velferðin, tryggingin frá vöggu til grafar, geti gengið svo langt, að hún svipti manninn athafnaþrá og framtaki. Al- þýðuflokkurinn vill, að sú mannúðarstefna ríki, og að hver maður beri í brjósti þá réttlætiskennd, að arðurinn af vinn- unni skiptist réttlátlega, en safnist ekki á fárra manna hendur. Þetta mun takast best með því, að jafnaðarmenn virki eigið framtak til þess að hafa áhrif og völd í atvinnurekstrinum sjálfum. Ef litið er á einstök rekstrarform þjóðfélagsins, verður Al- þýðuflokkurinn að endurmeta afstöðu sína til þeirra. Þar koma eftirtalin atriði helst til greina: 1. Stefna samvinnu- og jafnaðarmanna er að mörgu leyti samtvinnuð. Gagnrýni Alþýðuflokksins á samvinnuhreyfing- unni hefur verið réttmæt. Samvinnuhreyfingin má ekki verða eins og hvert annað „auðfyrirtæki“ og „einokunarfyrirtæki“ með fámennisstjórn. Tvískipt hlutverk hennar, þ.e. hags- munagæsla fyrir bæði framleiðendur og neytendur og afger- andi áhrif Framsóknarflokksins á hreyfinguna í heild, hefur fjölgað gagnrýnisröddum. Alþýðuflokksmenn eiga að taka þátt í störfum hreyfingarinnar til að hafa áhrif á þróun henn- ar. Samvinnurekstur á að hafa stórt hlutverk í atvinnuupp- byggingu næstu áratuga. 69

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.