Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 77

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Side 77
Við eigum langa leið að baki; við eigum að leggja rækt við virðulega sögu okkar. Hún geymir margar óafmáanlegar minningar um glæsta sigra fyrir málstað alþýðunnar í land- inu; hún geymir líka sorgarsögu um beizka ósigra, um stórar hafvillur, brotsjói, sundurlyndi, kjarkleysi og uppgjöf. Við eigum brautryðjendunum skuld að gjalda. Gleymum því aldrei, að frá og með þeim degi sem sjómað- urinn við færið, verkamaðurinn við byggingarkranann og uppfræðari æskunnar finna það ekki í hjarta sínu lengur, að okkar flokkur sé þeirra flokkur, þá hefur okkur mistekizt. Þá höfum við hreinlega brugðizt skyldum okkar og ætlunar- verki. Jafnaðarmenn hafa ekki áratugum saman átt brýnna er- indi við fólkið í landinu en einmitt nú. Það er okkar verkefni þegar við hverfum af þessu þingi, hvert til síns heima, að sannfæra vini okkar og samstarfsmenn um það, að án virks stuðnings vinnandi fólks í landinu er Alþýðuflokkurinn ekk- ert; og að án Alþýðuflokksins er vinnandi fólk á íslandi illa sett til að heyja ójafnan leik við eigendur fjármagnsins og at- vinnutækjanna, fulltrúa valdsins, um réttmætan hlut í þeirri verðmætasköpun, sem vinnan skapar. Vitnum í Einar Þveræing þegar erlent konungsvald vildi þiggja Grímsey að gjöf og gera hann sér síðan handgenginn. Hann sagði: „Þá ætla ég að mörgum kotbóndanum muni þykja þröngt fyrir dyrum.“ Frá og með þeim degi, að Alþýðuflokkurinn er ekki lengur það baráttutæki í höndum vinnandi fólks, sem brautryðjend- urnir vildu smíða sér, þá mun verða þröngt fyrir dyrum al- þýðu manna á Islandi. Góðir samherjar. Hin ósvikna og upprunalega rödd Alþýðuflokksins hefur of lengi ekki heyrzt vítt og breitt um fiskiþorp og verstöðvar þessa vogskorna lands, með þeim kraftbirtingarhljómi að undir taki í fjöllunum svo að bergmálið berist fjarða á milli og út á miðin, þar sem einvala lið íslenzkra karlmanna, okkar 75

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.