Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 16.11.1984, Síða 79
Þetta svar snýst um kjarnann í boðskap jafnaðarstefnunnar:
Um jöfnuð og réttlæti. Þetta er pólitískur vegvísir, sem visar
okkur leið fram á ókomna tíð.
Það er þetta sem ég á við, þegar ég set fram kröfuna um að
Alþýðuflokkurinn hasli sér völl sem róttækur umbótaflokk-
ur og sameiningarafl jafnaðarmanna í íslenzkri pólitík.
Það kemur í hlut þess manns, sem þetta flokksþing velur
sér til forystu, að leggja nú upp í langferð vítt og breitt um
byggð ból á íslandi með þennan róttæka boðskap í höndun-
um og á vörunum, til þess að berja það inn í hausinn á verka-
manninum við höfnina, sjómanninum við færið og já —
bóndanum við orfið — að við erum þeirra menn; að án þeirra
getum við ekkert; og að án okkar mun þeim mistakast að
tryggja sinn hlut í þeim verðmætum, sem þeir skapa í sveita
síns andlits og með sínum högu höndum.
Þetta er málið.
Góðir félagar: í upphafi vitnaði ég í Prédikarann, þar sem
segir að allt hafi sinn tíma og öllu sé mörkuð stund. Á þessari
stundu mæna augu þjóðarinnar á ykkur. Þjóðin væntir svars.
Hún væntir aðeins einna tíðinda frá þessu flokksþingi Al-
þýðuflokksins: Þorum við — eða þorum við ekki? Hvort
mun kvíði hinna tvílráðu frammi fyrir óhjákvæmilegum
breytingum vega þyngra á metaskálunum en krafa hinna
framsæknu um róttækar breytingar: Á Alþýðuflokknum, á
flokkakerfinu, á hinu íslenzka þjóðfélagi?
Spurt er: Mun Alþýðuflokkurinn þekkja sinn vitjunartíma
— eða láta tækifærið sér úr greipum ganga?
Ég geri aðeins eina kröfu: Að svarið — hvert sem það verð-
ur — verði einfalt, auðskilið og afdráttarlaust. Þannig að eng-
inn hugsandi maður velkist framvegis í vafa um það, hvort Al-
þýðuflokkurinn ætlar enn að bíða átekta og velta vöngum
eða hvort hann er altygjaður til bardaga og óðfús að kenna
á ný til í stormum sinnar tiðar.
Félagar: Minnumst þess: Nú er allt að vinna — en engu að
tapa.
77