Ægir - 01.04.2023, Síða 6
6
Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar
Sjómennskan, nútíminn og framtíðin
Út gef andi:
Ritform ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Ritform ehf. Brekkutröð 4, 605 Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
GSM 899-9865.
Net fang: johann@ritform.is
Aug lýs ing ar:
Inga Ágústsdóttir.
Net fang: inga@ritform.is
Hönnun & umbrot:
Ritform ehf.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 8200 kr.
Áskrift: 899-9865, johann@ritform.is
Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.
Leiðari
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft.
Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í
ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að
þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
www.stolpigamar.is
Hafðu
samband
568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík
Sjómannadagshelgin fer í hönd með tilheyrandi hátíðarhöldum
víða um land. Segja má að nú séu þessar hátíðir komnar til
fyrra horfs eftir að allt riðlaðist á meðan heimsfaraldurinn gekk
yfir. Sem betur fer virðist sem þær hafi komið tvíefldar til baka
enda eru sjómannadagshátíðirnar meðal allra fjölsóttustu við-
burða í mörgum plássum og er sjálf höfuðborgin þar engin und-
antekning. Og sem betur fer því sjómannadagshelgin hefur í
áratugi verið mjög mikilvægur snertiflötur almennings í land-
inu við sjávarútveginn og að sama skapi tímapunktur og tæki-
færi fyrir sjómenn til að minna á sína hagsmuni og sitt starf.
Engum sem fylgist með sjávarútvegi blandast hugur um að
þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það öryggismálin sem eru
stærsta hagsmunamál sjómanna. Hvert slys á sjó er einu slysi of
mikið. Við höfum alltof margan góðan sjómanninn misst í greip-
ar Ægis í gegnum árin og aldirnar en sem betur hafa skipin orð-
ið öruggari vinnustaðir í tímans rás. Það verður seint hægt að
koma algjörlega í veg fyrir alvarleg slys en við fögnum hverju
ári sem ekkert banaslys verður á sjó. Það segir okkur, miðað við
tölur fyrri áratuga, að þróun sjómannsstarfins er í rétta átt
hvað þetta atriði varðar.
Upplýsingabyltingin og tæknin eru á hraðferð úti á sjó sem
annars staðar. Skipstjórar á miðunum nota ekki bara símann í
dag til að spjalla hver við annan heldur líka og kannski æ meira
spjallforritin og samfélagsmiðlana. Nákvæmlega eins og allir
aðrir. Það eru ótrúlega fá ár síðan sjómenn gátu varla náð sam-
bandi heim þegar þeir voru úti á sjó – og voru hreinlega úr öllu
sambandi ef þeir fóru í túra á fjarlægari mið. Þetta er gjörbreytt
í dag. Fjarskiptatæknin hefur þannig verið mjög til góðs fyrir
sjómenn og gert mörgum þeirra starfið mun auðveldara. Það er
vel. Störf sjómanna hafa líka breyst á margan annan hátt og
augljóslega er lögð á það áhersla í nýjum skipum að útrýma erf-
iðustu störfunum, nýta tæknina og gera þannig vinnustaðinn
meira aðlaðandi. En engu að síður er augljóst að störfum sjó-
manna hefur fækkað með t.d. tilkomu nýrra og stærri skipa.
Stærðarhagkvæmni er í skipaútgerð sem öðru og stærri skip
eru líka ávinningur hvað öryggismálin varðar.
Staða kjarasamninga sjómanna er þessa stundina mjög sér-
stök þar sem öll félög sjómanna að frátöldu Félagi skipstjórnar-
manna felldu þá samninga sem gerðir voru í byrjun árs. Líkt og
Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, lýsir í
viðtali í Ægi þá hlýtur það að vera með öllu óviðunandi að
stéttir sjómanna skuli skera sig svo algjörlega frá öðrum á ís-
lenskum vinnumarkaði að það þyki nánast sjálfsagt að þær
starfi án kjarasamnings svo árum skipti. Aðilar hafa augljóslega
staðið fastir fyrir á sínum sjónarmiðum við samningaborðið en
fyrir alla sem að koma hlýtur að vera í heild sinni óásættanlegt
að þróunin hafi orðið með þessum hætti. Sjómannadagurinn er
áminning um mikilvægi þessara starfa í samfélaginu og það
sem allra mikilvægast er; að okkur auðnist að búa svo um hnúta
að til framtíðar sækist ungt fólk eftir að starfa við sjómennsku.
Okkur sem eldri erum hættir nefnilega stundum til þess að
halda að það sé bara dagurinn í dag sem skipti máli en það eru
einmitt tækifæri þeirra sem yngri eru til framtíðar sem skipta
enn meiru. Þar fara sjómenn framtíðarinnar.
Gleðilega sjómannadagshátíð.