Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2023, Page 14

Ægir - 01.04.2023, Page 14
14 „Ég hefði auðvitað kosið að úrslit hefðu verið meira afgerandi. Það má segja að þetta sé nokkuð tæpt en ég er hins vegar ánægður með þátttöku í kosningunum. Hún var góð, rétt yfir 83%,“ segir Árni Sverrisson sem tók við formennsku í Félagi skipstjórnar- manna um áramótin síðustu. Hann vísar hér til úrslita í kosningum um nýjan kjarasamning sem ríflega 55% félagsmanna í Félagi skipstjórnar- manna samþykktu en 42% sögðu nei við samningnum. Árni hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2017 og tók við starfi framkvæmdastjóra í byrjun árs 2019. Hann mun allavega gegna for- mennsku þar til stjórn verður kosin á næsta ári. Árni er fæddur og uppalinn á Siglu- firði en þar í bæ snérist lífið á hans upp- vaxtarárum um útgerð og fiskvinnslu,. „Ég byrjaði snemma að vinna við sjávar- útveginn. Eitt af fyrstu verkefnunum var að gella og svo vann ég í saltfisk- verkun og hjá fiskimjölverksmiðjunni SR-mjöli, sem var stór á þessum tíma,“ segir hann og bætir við að hann hafi víða komið við á starfsævinni og ávallt verið í störfum sem tengjast sjávarút- vegi á einhvern hátt. Sjómennskan togaði Árni tók stúdentspróf í Fjölbrautaskólan- um á Sauðárkróki að loknu grunnskóla- námi heima á Siglufirði. Þaðan lá leiðin í útgerðartækni í Tækniskólanum í Reykjavík og síðan í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. „Þegar ég var þar á þriðja ári hætti ég í háskólanum og fór í Stýrimanna- skólann. Sjómennskan hafði togað í mig öll mín námsár og ég fór á sjó í hvert sinn sem færi gafst,“ segir Árni en aldrei hafi þó annað komið til greina en að ná sér í menntun. Afi hans í föðurætt hafi lagt á það ríka áherslu að hann gengi menntaveginn. „Það kom aldrei neitt annað til greina og ég sé ekki eftir því,“ segir hann. Árni lauk fiskimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum árið 1989 og var á sjó í tvo áratugi. Byrjaði á sjó í heimabyggð og síðan fyrir sunnan eftir að hann flutti þangað. „Ég var á allskonar bátum Dýrmæt og góð reynsla að hafa siglt á ýmis konar skipum  Árni í púlti á vettvangi félagsstarfsins. Rætt við Árna Sverrisson, formann Félags skipstjórnarmanna

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.