Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2023, Page 18

Ægir - 01.04.2023, Page 18
18 honum á togslóðinni. Þannig hefur þetta verið allra síðustu ár enda hefur ekki tekist að ná ufsakvótanum. En svona er gangurinn í þessu, fyrir nokkrum árum var ýsuveiðin niðri en núna er hún kom- in upp aftur og þá er ufsinn niðri. Þetta er sveiflukennt,“ segir hann. Skipt á milli skipa Óhætt er að segja að áhöfnin á Ottó N. Þorlákssyni hafi svolitla sérstöðu í ís- lenska flotanum því hluta úr árinu færir hún sig yfir á uppsjávarskipið Álsey VE, sem einnig er í flota Ísfélags Vestmanna- eyja og fiskar loðnu, kolmunna og síld. Þetta fyrirkomulag notar Ísfélag Vest- mannaeyja líka hjá áhöfninni á togskip- inu Dala-Rafni VE-508 sem mannar upp- sjávarskipið Suðurey þegar á þarf að halda. „Þó við séum færri á Álsey þá eru allir í kerfi þar og skipta þannig vinnunni með sér að tveir eru um eina stöðu. Þetta er ágætt fyrirkomulag og auðvitað mikil tilbreyting fyrir okkur að fást við uppsjávarveiðar inn á milli,“ segir Sig- urður en hann stýrir flottrollsveiðunum á Álsey en Jón Axelsson hefur verið skipstjóri á nótaveiðum á Álsey. „Á meðan verkefni eru á Álsey hefur Ottó N. Þorláksson stoppað en við höfum tekið loðnuveiðarnar á veturna, makríl- inn á sumrin og farið svolítið á heima- síldina á haustin. Núna fórum við t.d. á ísfiskinn og trollið eftir að loðnuvertíð- inni lauk og ég reikna með að um mán- aðamótin júní-júlí taki makrílvertíð við á Álsey. Það er fiskirí sem maður veit aldr- ei fyrirfram hvernig þróast en að und- anförnu höfum við alfarið þurft að sækja makrílinn austur í Síldarsmugu,“ segir Sigurður og er fljótur til svars þegar  Áhöfnin á togdekkinu á Ottó N. Þorlákssyni VE. Tvær áhafnir hjá Ísfélagi Vestmannaeyja róa til skiptis á togskipum félagsins og uppsjávarskipum. Mynd: Facebook/Ottó N. Þorláksson  Álsey kemur með loðnufarm til Vestmannaeyja á vertíðinni nú í vetur. Mynd: Facebook/Ottó N. Þorláksson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.