Ægir - 01.04.2023, Qupperneq 22
22
FJARÐABYGGÐ
H
ér
að
sp
re
nt
Mjóafjarðarhöfn
Norðfjarðarhöfn
Eskifjarðarhöfn
Mjóeyrarhöfn
Reyðarfjarðarhöfn
Fáskrúðsfjarðarhöfn
Stöðvarfjarðarhöfn
Breiðdalsvíkurhöfn www.ardabyggd.is
við gerum
út á góða
þjónustu
fjarðabyggðarhafnir
Indlandi. „Ég sá fréttir þar sem skipið lá
upp í fjöru í Indlandi og beið þess að
verða rifið niður. Það skar í hjartað,
minningarnar helltust yfir og mér fannst
einhvern vegin að við yrðum að varð-
veita þessa sögu sem skipin áttu hér við
Eyjafjörð,“ segir Sigfús. Hann er hæst
ánægður með að tekist hafi að fá Elvar
Þór til verksins en hann er um þessar
mundir að ljúka smíði á líkani af eikar-
bátnum Húna sem afhent verður nú í
kringum sjómannadaginn. Um þessar
mundir eru 60 ár liðin frá því sá bátur
var smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á
Akureyri og tekinn í notkun.
Stellurnar voru smíðaðar í Noregi ár-
in 1968 og 1969 og voru fyrstu árin gerð-
ar út frá Færeyjum. Þaðan komu þær til
Útgerðarfélags Akureyringa haustið
1973. Um var að ræða systurskip, sem
hétu í Færeyjum, Stella Kristina og Stella
Karina. Gengu skipin lengi undir gælu-
nafninu Stellurnar en við komu í heima-
höfn, Akureyri fengu þau nöfnin Sval-
bakur og Sléttbakur.
„Þetta voru einstaklega falleg skip, að
mínu mati þau fegurstu sem siglt hafa
um íslenska lögsögu og ég veit að fleiri
deila þeirri skoðun með mér,“ segir Sig-
fús Ólafur sem sjálfur var skipverji á
bæði Sléttbak og Svalbak á árunum 1982
til 1986.
Alls eru um 300 manns í Facebook
hópnum og þar af nokkrir tugir Færey-
inga, skipverjar á annarri hvorri Stell-
unni á sínum tíma. „Við deilum sögum og
myndum og höfum gaman af. Það er
virkilega skemmtilega að hafa Færeying-
ana með, þetta er góður félagsskapur og
gefandi að spjalla við fyrrverandi skip-
verja á þessum skipum,“ segir hann.
Annað skipið var selt frá Akureyri en
hitt áfram gert út þaðan undir öðrum
nöfnum, m.a. hét það Snæfell um tíma og
einnig Akureyrin. Skipið var í heild gert
út frá Akureyri í eina þrjá áratugi.
Skipin voru mikil happafley
„Skipin voru mikil happafley, fengsæl og
reksturinn einstaklega farsæll alla tíð.
Ég á mjög góðar minningar þau ár sem
ég var háseti um borð í þeim báðum. Það
fiskaðist nánast alltaf vel, yfirmenn um
borð voru einstakir, starfi sínu vel vaxn-
ir og í landi voru líka góðir stjórnendur.
Þannig má segja að vel hafi verið farið
með mann þessi ár um borð, aðbúnaður
var eins og best var á kosið miðað við
þess tíma mælikvarða. Þeir Gísli Kon-
ráðsson og Vilhelm Þorsteinsson sem
sátu við stjórnvölinn hjá ÚA í landi voru
einstakir, alveg frábærir yfirmenn og
það var í raun ekki annað hægt en að
láta sér líða vel hjá félaginu. Ég get ef-
laust talað fyrir hönd flestra þeirra sem
sigldu hjá félaginu á þessum tíma að
þetta voru mjög góð og eftirminnileg ár.
Það báru allir virðingu fyrir þeim og
hlýju,“ segir Sigfús.
Hann segir virkilega gaman að
standa í þessu verkefni, allir séu boðnir
og búnir að leggja lóð á vogarskálar en
sem dæmi hafi smiðurinn leitað til
norsku skipasmíðastöðvarinnar í leit að
teikningum og fengið heldur betur góðar
móttökur. „Við fengum teikningarnar
gefins, það er lýsandi fyrir þá jákvæðni
og velvilja sem mér finnst einkenna
þetta skemmtilega verkefni,“ segir Sigfús
Ólafur.
Stefna á Spánverjana næst
Þessi mikli meðbyr með verkefninu varð
til þess að öðru af svipuðum toga var
einnig varpað upp, smíði líkans af skip-
um sem á sinni tíð gengu undir nafninu
Spánverjarnir. Þau skip voru smíðuð á
Spáni og fengu nöfnin Kaldbakur og
Harðbakur við komu til Útgerðarfélags
Akureyringa hf. á árunum 1974 og 1975.
Nefnir Sigfús að 19. desember 2024 verði
liðin 50 ár frá því ÚA fékk Spánverjana
afhenta. „Við viljum einnig minnast
þessara tímamóta og stefnum að því að
ná að safna því fé sem þarf svo hægt
verði að hefja smíði á líkani af Kaldbak/
Harðbak sem yrði þá tilbúið skömmu fyr-
ir þessi tímamót,“ segir hann.
Sigfús Ólafur og Elvar Antonsson undirrituðu á dögunum samning um smíði
Elvars á líkani af Stellunum. Það verður afhjúpað með viðhöfn þann 1. nóvem-
ber næstkomandi þegar hálf öld verður upp á dag frá komu skipanna til
Akureyrar.
Trollið á leið upp í skutrennuna á Svalbak. Tveir af gömlu ÚA togurunum, Kaldbakur og Harðbakur,
komu frá Spáni á sínum tíma og nú er í bígerð að smíða
líkan af Spánverjunum, líkt og af Stellunum.