Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2023, Side 30

Ægir - 01.04.2023, Side 30
30 veginn öðruvísi eða hafa gert einhverja hluti á annan hátt. Mín niðurstaða er að svo sé ekki og ég held að við séum á einu máli um að við stígum mjög sáttir upp úr okkar stólum hér um borð. Það sem mað- ur kemur til með að sakna mest eru sam- skiptin við samstarfsfólkið, bæði um borð og innan fyrirtækisins en ekki síður samskiptin við aðra skipstjóra í flotan- um. Það er stór vinahópur sem við höf- um eignast á öðrum skipum í flotanum og ég hef upplifað það að hitta menn í eigin persónu sem ég hef jafnvel verið búinn að hafa samskipti við í 20-30 ár en aldrei séð,“ segir Angantýr Arnar og Sig- tryggur bætir við að þarna sé aftur kom- ið að þeim mun sem sé á eldri og yngri skipstjórunum. „Við erum af þeirri kynslóð að hafa samskiptin með beinum hætti í gegnum síma við hina skipstjórana en yngri skip- stjórarnir talast meira við í gegnum spjallforrit í símanum. Þetta er alveg sama þróun á sjónum og í landi, sam- skiptin eru að verða ópersónulegri en áður var.“ Aldir upp við að líta á fisk sem mikil verðmæti Þeir Sigtryggur og Angantýr Arnar víkja talinu að hinni miklu breytingu sem orð- in er á aflameðferð á síðari árum en Kaldbakur EA er einn af þeim togurum í flotanum þar sem aflinn er kældur niður áður en hann fer í lest og þarf því ekki að moka ís í körin eins og áður var gert. Allt gert til að auka gæði aflans. „Báðir komum við úr sjávarplássum þar sem við ólumst upp við það að fiskur er söluvara og verðmæti sem þarf að fara sem allra best með. Fólkið hafði metnað til þess að fiskurinn væri af eins miklum gæðum og frekast væri unnt. Ég held að þetta viðhorf og bakgrunnur hafi alltaf fylgt okkur í gegnum sjó- mannsstarfið og þess vegna hefur verið keppikefli að nýta öll tækifæri og nýja tækni til að skila sífellt betri afla í land,“ segir Angantýr Arnar . „Þó vinnubrögðin við að gera að fiski séu í grunninn alltaf þau sömu þá er margt í kringum þetta sem hefur breyst verulega frá því sem áður var. Þar nefni ég til dæmis að í seinni tíð er þess stöð- ugt gætt að taka ekki stór hol í einu og koma fiskinum sem hraðast í gegnum kælingu og niður í lest. Við lærðum líka mikið af því að vera á frystitogurunum á sínum tíma þar sem gæðahugsunin varð strax mjög mikil,“ segir Sigtryggur. Og talandi um frystitogarana þá við- urkenna þeir félagar að á uppgangstíma frystitogaranna hefðu þeir aldrei trúað að landvinnslan ætti eftir að ná vopnum sínum á ný á kostnað útgerðar frysti- skipa. „Þetta gerðist einfaldlega vegna tækniframfaranna í kælingu sem gerði að verkum að hægt var að halda fersk- leika fisksins í gegnum vinnslu og flutn- inga á erlenda markaði. Þessa þróun gat enginn séð fyrir og hún er í reynd beinn ávöxtur af kvótakerfinu þar sem allt gengur út á að hámarka verðmæti aflans og finna leiðir til þess. Svo er það líka þannig að stýringin sem er notuð í veiðum og vinnslu í dag er mjög mikil- væg fyrir markaðina. Við skipstjórarnir erum kannski ekki alltaf sáttir við þau fyrirmæli sem við fáum úr landi en hugsunin er sú að ekki sé verið að koma með þann afla að landi sem ekki er markaður fyrir og jafnvel búið að selja fyrirfram. Þetta er gjörbreyting frá því áður var en við sem stýrum skipunum erum einn hluti virðiskeðjunnar og leggjum auðvitað okkar að mörkum til að hún virki sem best.“ Kvótakerfið gott en ekki fullkomið Á löngum tíma hafa þeir Sigtryggur og Angantýr Arnar upplifað mikla fisk- gengd og líka ár þar sem verulega þurfti að hafa fyrir því að fá í skipið. Þeir eru sammála um að fiskveiðistjórnunarkerf- ið hafi á margan hátt reynst vel. „Ég mun hins vegar seint halda því fram að kvótakefið sé fullkomið en klár- lega hefur það verið mjög til góðs. Sjáv- arútvegur á Íslandi væri ekki í þeirri stöðu sem hann er ef kvótakerfinu hefði ekki verið komið á. Það er hins vegar alltof mikil pólitík tengd kerfinu og við eigum verulega langt í land með að skapa einhverja breiðari sátt um fyrir- komulag við stjórn fiskveiðanna,“ segir Angantýr Arnar en aðspurðir segja þeir að árin upp úr 1990 hafi verið hvað erf- iðust hvað veiðar varðar en síðari ár hafi fiskgengd almennt verið góð. Þó í land sé komið og Kaldbakur undir nýja yfirstjórn þá segjast þeir Angantýr Arnar og Sigtryggur vafalítið koma til með að heyrast nokkuð reglulega í síma þó ekki þurfi lengur að skipuleggja veiði- túra, fara yfir áhafnarmál eða slíkt. Þeir segjast stíga fullkomlega sáttir frá borði. „Við fylgjumst auðvitað áfram með sjávarútveginum og hvernig gengur að veiða en við treystum eftirmönnum okk- ar algjörlega fyrir verkefninu hér um borð. Við komum því ekki til með að hringja að fyrra bragði um borð eða neitt slíkt en en verðum alltaf boðnir og búnir að gefa ráð ef eftir því væri leitað. Okkar ósk er að skipinu, áhöfn og útgerð fylgi farsæld um ókomin ár.“  Angantýr Arnar í skipstjórastólnum á Björgvin árið 2008.  Sigtryggur í brúnni á Margréti EA árið 2000.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.