Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2023, Qupperneq 34

Ægir - 01.04.2023, Qupperneq 34
34 Á fjörukambinum við ós Glerár á Akureyri er trégrindarhús sem reis á síðasta ári, plasteinangrað og gluggalaust. Húsið sem slíkt lætur ekki mikið yfir sér en innan veggja er hins vegar verið að vinna að merkilegu verkefni. Húsið var reist yfir eikarbátinn Bryndísi ÍS sem byggður var árið 1939 og er elsti skráði eikarbátur landsins. Eigandi bátsins er Hörð- ur G. Jóhannsson á Akureyri sem hafði lengi haft augastað á að eignast eikarbát til að gera úr honum skemmtibát fyrir sig og fjölskylduna. Tækifærið bauðst þegar atvinnuútgerð Bryndísar ÍS lauk í Bolungarvík um síðustu aldamót og þá eignaðist Hörður bátinn og sigldi honum í framhaldinu til Akureyrar. Hörður, sem er rafvirki og vélfræðingur að mennt, er mikill áhugamaður um smíðar og segir þetta verkefni sameina smíðaáhugann og þá hugsjón að varð- veita gamla báta og sögu bátasmíða á liðinni öld. Hann nýt- ur þess að hafa dyggan stuðning fjölskyldu sinnar í þessu stóra verkefni sem segja má að hafi farið á fulla ferð síð- asta haust þegar byggt var yfir bátinn og hin eiginlega endurbygging og smíðavinna hófst. Þau feðgin Hörður og Lilja Dís, sem aðstoðar föður sinn í verkefninu, tóku fúslega á móti blaðamanni og sögðu frá verkefninu. Eikarbáturinn Bryndís ÍS gengur í engurnýjun lífdaga  Feðginin Hörður G. Jóhannsson og Lilja Dís Harðardóttir um borð í Bryndísi. Hörður hóf endurbyggingu bátsins af fullum krafti í september síðastliðnum.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.