Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2023, Page 36

Ægir - 01.04.2023, Page 36
36 slæmt brot á bátinn þegar hann var að veiðum og hann oltið heilhring í sjónum. Því til staðfestingar hafi veiðarfæri ver- ið vafið utan um bátinn þegar í land var komið. Frá þessu atviki hafi sem betur fer allir komist heilu og höldnu. Þetta er því sannarlega bátur með mikla sögu,“ segir Hörður. Tíu þúsund klukkustunda verkefni Sem fyrr segir eru nú liðin rúm 20 ár frá því að Hörður festi sér bátinn og kom með hann til Akureyrar. Lengstum hefur Bryndís staðið uppi á landi síðan þá. Hugmyndin segir Hörður að hafi alltaf verið sú að verða sér úti um eikarbát til að breyta í skemmtibát fyrir fjölskyld- una. „Ég fór fyrir löngu að svipast um eftir eikarbát undir 15 metrum sem gæti hentað okkur. Í sjálfu sér var ég ekki að leita að neinu ákveðnu heldur má segja að Bryndís hafi komið upp í hendurnar fyrir tilviljun. Ég hafði skýra hugmynd um hvernig ég vildi útfæra skemmtibát og þessi bátur var mjög góður kostur í verkefnið. Það var hins vegar ljóst strax í byrjun að ég þyrfti að gera talsvert fyrir bátinn því mörg seinni árin meðan hann var í útgerð lá fyrir að hans biði ekki annað en verða sagaður niður þeg- ar útgerð hans lyki. Þar af leiðandi hafði viðhaldið á bátnum verið lítið seinasta hluta útgerðartímans,“ segir Hörður en báturinn var við bryggju í Bolungarvík í eitt ár áður en Hörður eignaðist hann. Á þessum tíma var Hörður í ýmsum störfum hérlendis og erlendis og segist hafa þurft að afla fjármuna til að standa straum að kostnaði við lagfæringar á Bryndísi. Hann hefur keypt hátt í fimm tonn af viði erlendis frá á síðustu árum, fyrst og fremst eik, mahoní og pine. „Ég var m.a. að vinna fyrir Samherja úti í Noregi eftir að ég eignaðist Bryndísi og þar hitti ég menn sem höfðu endur- byggt mjög áþekkan bát. Út frá þeirra reynslu reiknast mér til að það sé ekki óvarlegt að áætla um 10 þúsund klukku- stunda verktíma við endurbygginguna á Bryndísi,“ segir Hörður. Samkeppni um timbrið við Nortre-Dame Að stærstum hluta felst verkefni Harðar, Lílju Dísar og fjölskyldunnar í að endur- byggja allan efri hluta Bryndísar; dekk, messa, stýrishús og afturlúkar og inn- rétta vistarverur en Hörður segir að í bátnum verði svefnrými fyrir 7-8 manns. Áður en verkið hófst voru gerðar teikn- ingar af breytingunum og samþykktar af þar til bærum yfirvöldum en Hörður segist leggja áherslu á að halda öllum megináherslum í útliti bátsins frá því var í upphafi þó hlutverk bátsins verði nú allt annað en áður. „Þannig má segja að báturinn komi til með að líta út eins og hefðbundinn fiski- bátur þó hann verði í sjálfu sér bara sumarbústaður á sjó,“ segir hann. Hörður segir að veikindi og önnur störf á síðustu árum hafi orðið til þess að það var ekki fyrr en síðasta haust sem hann hófst handa af fullum krafti við endurbyggingu Bryndísar þegar hann reisti skýlið á fjörukambinum við Glerárósinn. Þar er hann m.a. með tré- smíðavél til að vinna úr timbrinu dýr- mæta og sannarlega þarf að velta hverri einustu spítu fyrir sér. „Þetta er dýrt efni sem þarf að fara mjög vel með og það liggur ekki á lausu hvar sem er. Og svo er samkeppni um timbrið við kirkj- una,“ segir hann sposkur og bætir við til útskýringar að endurbygging Notre- Dame kirkjunnar í París eftir stórbrun- ann árið 2019 sópi nú til sín miklu magni af eik og öðrum harðviði. Sú eftirspurn hafi auðvitað áhrif á timburmarkaðinn og verð á timbri. Sérsmíðuð áhöld og naglar „Dekkið á bátnum var algjörlega ónýtt og ég þurfi líka að skipta út nokkrum dekk- bitum og skipta um styttur í skut bátsins en skrokkurinn sem slíkur þarfnast ekki mikilla lagfæringa,“ segir Hörður en frá því hann hófst handa af fullum krafti síðastliðið haust er nú búið að smíða nýtt dekk á bátinn. Verkinu miðar því jafnt og þétt en aðspurður segist Hörður gjarnan vinna í bátnum frá klukkan níu á morgnana til um klukkan fjögur á dag- inn. „Hann sést því ekki mikið heima hjá sér,“ skýtur Lilja Dís hlæjandi inn í en fyrir utan aðstoð fjölskyldunnar hafa ýmsir aðrir aðstoðað þegar á hefur »  Hörður með hefilinn í höndum. Það þarf sérstök verkfæri í svona verkefni.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.