Ægir - 01.04.2023, Side 40
40
„Fyrst og síðast eru skoðanir skipa og
báta í grunninn öryggismál fyrir sjó-
menn því þær snúa bæði að ástandi
bátanna sjálfra og hins vegar að bún-
aði sem getur haft áhrif á öryggið, ef
hann er ekki í lagi. Almennt er
ástandið gott í flotanum hjá okkur, þó
flotinn sé á köflum nokkuð gamall,“
segir Stefán Magnússon, skipaskoðun-
armaður BSI á Íslandi ehf. en það fyr-
irtæki veitir skoðunarþjónustu fyrir
skip og báta um allt land. Stefán er
einn sex skoðunarmanna fyrirtækis-
ins og er staðsettur í höfuðstöðvum
þess í Reykjavík.
Þjónustan heima í héraði
BSI á Íslandi hóf starfsemi hér á landi
árið 2004 og er faggild skoðunarstofa og
jafnframt umboðsaðili BSI Group (British
Standards Institution) á Íslandi. Verkefni
fyrirtækisins sem snúa að skoðunum,
eftirliti og vottunum í atvinnulífinu eru
fjölbreytt og í mörgum greinum atvinnu-
lífsins en BSI á Íslandi fékk árið 2009
starfsleyfi frá Samgöngustofu til skoð-
ana á skipum um allt land.
Höfuðstöðvar fyritækisins eru í
Reykjavík og tveir skipaskoðunarmenn
þar staðsettir en auk þess eru skipa-
skoðunarmenn fyrirtækisins á Akureyri,
Patreksfirði, í Neskaupstað og Vest-
manneyjum. Þannig segir Stefán að BSI
á Íslandi kappkosti að vera í nálægð við
viðskiptavinina og veita skjóta og góða
þjónustu. „Frá stofnun höfum við unnið
markvisst að því að veita hágæða
þjónustu á samkeppnishæfu verði og
leggjum okkur fram um að mæta kröfum
viðskiptavina,“ segir hann.
Hundruð skoðana árlega
Skoðunum báta og skipa er skipt upp í
nokkra flokka, þ.e. búnaðarskoðun, bol-
skoðun, vélaskoðun, stýri- og öxulskoð-
un og fjarskiptaskoðun en sú síðast-
nefnda annast skoðunarmenn fyrir Fjar-
skiptastofnun. Þessar skoðanir þarf að
gera í fleiri en einni heimsókn því bát-
arnir þurfa að vera á þurru landi fyrir
t.d. bolskoðun. Að sama skapi þurfa
bátar fyrir hluta skoðana að vera á floti.
Stefán segir ef eitthvað sé aðfinnslu-
vert sem fram komi í skoðunum þá sé
ákveðið kerfi á viðbrögðum, kerfi sem
sagt er fyrir um í handbók Samgöngu-
stofu. Gefi skoðunarmaður töluna 1 þá
fær eigandi eins mánaðar frest til að
gera við en þarf ekki að kalla á skoðun-
armann til endurskoðunar. Sé talan 2
gefin þá getur frestur verið allt að þrem-
ur mánuðum til lagfæringa og endur-
skoðunar er krafist. Sé talan 3 gefin þá
er aðfinnsluefnið þess efnis að viðkom-
andi bát er óheimilt að láta úr höfn.
„Það kemur stöku sinnum fyrir að
ástand sé þannig á einhverjum atriðum
að við heimilum viðkomandi bát eða
skipi ekki að fara á sjó fyrr en þeim hef-
ur verið kippt í lag og báturinn endur-
skoðaður,“ segir Stefán. Skipaskoðunar-
menn BSI á Íslandi fara í hundruð skoð-
ana á ári en stærsti útgerðarhópurinn er
smábátaflotinn. „Í dag hafa allir aðgang
að skoðunarskýrslum og handbókum á
vef Samgöngustofu og þannig geta báta-
eigendur sjálfir farið yfir þau atriði sem
skoðun tekur til og haft þau í lagi þegar
við komum til að skoða. Þetta gera
margir en svo hefur líka færst í vöxt að
t.d. smábátaeigendur láti skoða báta sína
þegar þeir hætta á haustin og þar »
Skoðanir báta og skipa
mikilvægar fyrir öryggi
sjómanna
Rætt við Stefán Magnússon og Gunnar A. Njál Gunnarsson,
skipaskoðunarmenn hjá BSI á Íslandi ehf.
Skipaskoðanir
Stefán Magnússon, skipaskoðunarmaður. Sex skipaskoðunarmenn BSI á Íslandi
ehf. skipta með sér þjónustu á landinu frá fimm starfsstöðvum.
Skipaskoðun um allt land