Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Side 7

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Side 7
2. febrúar 2023 | | 7 takast á við það saman, finna því stað innan breytts raunveruleika, leita skýringa og komast að niður- stöðu um minningu og frásögn af atburðinum.“ Katrín sagði Kófið hafa tekið á og þar hafi seiglan skipt máli. „Vestmannaeyjagosið er annað dæmi um seiglu – seiglu þessa samfélags hér og íslensks samfé- lags í heild. Og ég held að seiglan eigi rætur í því að við eigum sam- eiginlega hugmynd um hvað gerir okkur að samfélagi. Við vitum að örlög okkar eru samtvinnuð – það sem hendir einn skiptir okkur hin máli. Það er gott samfélag sem byggist á slíkri hugmynd. Og slíkt samfélag á sér bjarta framtíð þó að margt geti dunið á.“ Að lokum kom Katrín inn á sam- hug norrænu þjóðanna í gosinu. „Viðbrögð þeirra hafa löngum síðan verið nefnd sem dæmi um þau traustu bönd sem binda hinar norrænu þjóðir saman. Norrænir forsætisráðherrar munu heimsækja okkur í sumar og þá vonast ég til að veður leyfi okkur að koma hingað og funda hér í Vestmannaeyjum – á nágrenni við náttúruöflin og finna þann kraft sem hér býr,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að lokum. Páll forseti bæjarstjórnar: Réttar ákvarðanir og rökréttar „Þegar ég horfi tilbaka rétta hálfa öld og velti fyrir mér öllu því sem hér gerðist – þegar ég var hér 18 ára peyi – staldra ég oft við þær ákvarðanir sem hér voru teknar af þeim sem réðu fyrir málum hér í bænum. Og höfum í huga að allar meiriháttar ákvarðanir voru einmitt teknar hér í bæn- um – en ekki á vettvangi ríkisins eins og líklegast yrði raunin nú. Þó geri ég ekki lítið úr þýðingu þess að ríkisvaldið bar gæfu til að styðja þær ákvarðanir sem hér voru teknar og standa við bakið á heimamönnum og þeirra vilja,“ sagði Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í ávarpi sínu. „Og þegar maður grandskoðar þessar ákvarðanir allar, smáar og stórar, birtist strax ákveðið mynstur; ákveðin lína í gegnum allt þetta ferli sem aldrei var kvikað frá – meðvitað eða ómeð- vitað,“ sagði Páll og markmiðið var eitt: „Að allt þetta fólk myndi snúa til baka og endurreisa þenn- an bæ. Sú allra stærsta – og að margra mati sú allra fáránlegasta – að legga allt þetta fé og fyrirhöfn og forgang í að kæla hraunkantinn til að bjarga höfninni. Það tókst og það bjargaði líklega bænum.“ Páll sagði eitt athyglisverðasta dæmið um rétta ákvörðun hafi verið hreinsun kirkjugarðsins sumarið 1973. „Eftir á að hyggja liggur skýringin í augum uppi: að sjá leiði ættingja sinna, vina - for- feðra og mæðra - rísa úr svörtum vikrinum á bak við sáluhliðið fræga sem við gengum í gegnum hér áðan – Ég lifi og þér munuð lifa – átti auðvitað að minna fólk á upprunann – ræturnar – verða partur af þeim kór sem kallaði fólk heim,“ sagði Páll og vitnaði að lokum í orð Egils Helgasonar um viðbrögð landsmanna við gosinu. - Ég hef áður sagt að þar hafi íslenska lýðveldið átt sína glæstustu stund sem einkennndist af samheldni, samhug og samúð,“ sagði Páll sem nýtti tækifærið til að kalla upp nafna sinn Zóph- óníasson, bæjartæknifræðing í gosinu sem er einn lifandi þeirra sem stóðu í eldlínunni 1973. Fékk Páll mikið og verðskuldað lófatak gesta. Fullur salur af fólki. Bekkurinn var þéttsetinn á efri hæðinni og fjöldi fylgdist með á skjá á neðri hæðinni. Athöfnin var í beinni útsendingu í Kastljósi RÚV. Tvær af stjörnum kvöldsins, Silja Elsabet og Guðni forseti. Katrín forsætisráðherra gerði seiglu íslensku þjóðarinnar að umtalsefni í ávarpi sínu. H i l m i s g ö t u 4 | s . 4 8 1 - 3 3 3 3 P l a y s t a t i o n 5 D i g i t a l 8 8 . 9 9 5 S i e m e n s Þ u r r k a r i k r. 1 3 3 . 9 0 0 k r. 1 6 9 . 9 0 0 T I L B O Ð S V E R Ð S i e m e n s Þ v o t t a v é l k r. 1 3 3 . 9 0 0 k r. 1 6 9 . 9 0 0 T I L B O Ð S V E R Ð

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.