Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Síða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Síða 9
2. febrúar 2023 | | 9 Var/er gosið mikið rætt á þínu æskuheimili eða í kringum þig? Já ég myndi segja að umræður um gosið hafi svolítið fylgt mínum uppvaxtarárum. Það var kannski ekki rætt mikið en þó alltaf verið að vitna í það annað slagið og atburði tengda gosinu. Hvað varð til þess að þetta var rætt eða ekki? Ef til vill var oft vitnað í það þar sem að fjölskyldan varð að flytja upp á land eins og allir aðrir í Vestmannaeyjum. Mamma kasólétt og fæddist ég í Reykja- vík í mars 1973. Ég man þegar ég var yngri hvað ég var lengi vel sár og svekkt að hafa fæðst í Reykjavík en ekki Vestmannaeyj- um. Mér fannst ég því ekki 100 prósent hreinræktuð eins og restin af fjölskyldunni sem var mikil vonbrigði. Eins hefur gosið og atburðir tengdir því verið ræddir í kringum gosbyrjun og goslok. Í minni fjölskyldu eins og hjá flest- um Eyjamönnum er gjarnan rætt um fyrir gos og eftir gos þannig að þetta er einskonar tímatal. Hvernig var/er sú umræða? Sem betur fer að þá komust allir nokkuð heilir út úr þessu öllu saman og enginn í minni fjölskyldu missti húsið sitt. Þess vegna er e.t.v hægt að rifja frekar upp jákvæðar og skemmtilegar sögur. Eins held ég að með því að setja sögurnar í eins fallegan búning og hægt var í þessum aðstæðum sem voru langt frá því að vera fallegar, hafi verið viss áfallahjálp fyrir fólk. Var þetta hluti af þínu uppeldi? já ég myndi segja það. Mín upplifun er svolítið sú að ég hafi hreinlega verið til í gosinu og upplifað það á eigin skinni þó svo að það sé nú ekki raunin. Bæði umræður/sögur og myndir í gegnum árin hafa gert þetta svo raunverulegt. Hvaða áhrif heldur þú að þessir atburðir hafi haft á þær kynslóðir sem á eftir komu? Þetta er auðvitað partur af sögunni hjá okkur öllum. Þau allra yngstu telja þennan atburð með Tyrkjaráninu og finnst ekkert styttra síðan að eldgosið var. Þessi atburður er hluti af kennslu í skólunum í Vestmannaeyjum og nemendur hér hafa lært meira um gosið en almennt þekkist. Við höfum eignast nýtt tímatal sem er fyrir og eftir gos og svo fyrir og eftir þjóðhátíð. Við höfum eignast nýja nátt- úruperlu og forréttindi að geta gengið upp á Eldfell þegar maður vill og jafnvel enn fundið ylinn úr því. Við höfum þetta glæsilega safn sem Eldheimar eru og nýtist á marga vegu. Eru einhverjir atburðir eða hlutir tengdir þessum atburðum sem þú hefur öðlast nýja sýn á í seinni tíð? Hvað var til þess að þú varðst fyrir þessari uppljómun? Maður sér það alltaf betur og betur hvað það þurfti mikið bjart- sýnisfólk til að snúa hingað aftur. Jafnvel búin að missa allt sitt og svartur vikur yfir öllu. Þetta hefur ekki verið björt aðkoma. Ég skil alveg það fólk sem snéri ekki til baka heim til Eyja. Er einhver áhugaverð saga af þér eða þínu fólki tengt gosinu sem þú vildir deila með okkur? Þar sem að ég verð 50 ára í mars á þessu ári að þá er svolítið skrítið að hugsa til þess að föðurafi minn var einmitt að halda upp á 50 ára afmælið sitt þessa örlagaríku nótt 23. janúar fyrir 50 árum síð- an. Hann var með veislu heima á Hólagötunni og bauð upp á allskyns kræsingar. Það er hringt í ömmu (Lóu) og henni sagt að far- ið sé að gjósa austur á eyju. Hún tilkynnir þetta mjög varfærnislega yfir mannskapinn og auðvitað var enginn sem trúði henni. Það endaði nú svo með því að partýið leystist upp eftir nokkrar tilraunir til að sannfæra fólkið og allir fóru heim til sín til að undirbúa brott- för af eyjunni eins langt og það náði. Mörgum vikum seinna var snúið aftur heim á Hólagötuna og það var ekki girnilegt veisluborðið sem tók á móti heimilisfólkinu. En búið var að gera fljótandi afmælisgjöfunum góð skil. Hvað er það merkilegasta við gosið og eftirmála þess í þínum huga? Það að allir skyldu bjargast og hversu margir fluttu aftur heim á ný. Öll þessi uppbygging á eyj- unni sem gerðist hratt og örugg- lega. Samtakamátturinn í fólkinu og þrautseigjan. Svo held ég að allur þessi kraftur og orka sem kom úr iðrum jarðar hafi leitt af sér alveg einstakan og kröftugan árgang. Kraftmesti, skemmtileg- asti og besti árgangur sem sögur fara af. Allir bara eitthvað svo magnaðir einstaklingar eins og í raun eldgosið var. Ég held að “73 árgangurinn geti staðfest það. Þau eru ótal viðtölin og sögurnar sem sagðar hafa verið af fólkinu sem upp- lifði náttúruhamfarirnar á Heimaey. Þessir atburðir hafa markað djúp spor í sögu Vest- mannaeyja og áhrifa þeirra gætir mun víðar en hjá þeim sem stóðu í stafni árið 1973. Okkur langaði því að taka saman upplifun kynslóðanna sem á eftir fylgdu af gosinu á Heimaey. Við ræddum við aðila fædda 1973, 1983, 1993, 2003 og 2013 og feng- um að skyggnast inn í þeirra upplifun og hugrenningar- tengsl þeirra við gosið. Kynslóðirnar eftir gos // Hvað finnst þeim? Íris Pálsdóttir, 1973: Mér fannst ég ekki 100% Eyjamaður Kynslóðirnar eftir gos // Hvað finnst þeim? SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is Íris ásamt Heklu, barnabarni sínu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.