Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Síða 14
14 | | 2. febrúar 2023 Við höfðum allt til alls. Það var búð uppi á Hólagötu og þar gátum við fengið flestar nauðsynjar og okkur vantaði svo sem ekkert. Þetta var skemmtilegur tími og alltaf fullt hús. É ehfði átt að opna kaffihús svona eftir á að hyggja. Við vorum mikið niðrí Gúanó, þar sem við sátum á mjölpokum að spjalla. Karlarnir voru góðir við Magn- ús, spiluðu og tefldu við hann. Pálmi Lór sá um mötuneytið og Magnús mátti auðvitað ekki fara um allt þannig Pálmi setti hann í að raða flöskum. Magnús fór svo til Noregs í ágúst en í lok júlí kom Pálmi með launaseðil handa Magnúsi og 100 krónur danskar fyrir ferðina,“ segir Sirrý, aðspurð um hvort það hafi ekki verið erfið ákvörðun að leyfa sjö ára syni þeirra að fara út sagði Sirrý svo ekki vera. „Það var ákveðinn heiður að fá að fara til útlanda og alls ekki sjálfsagt. Það myndaðist ákveðin stemming. Það voru allir að fara til Noregs og ég pældi ekkert í því hvað hann var ungur, fannst þetta bara svo frábært.” Ljósin kvikna „Við vorum heppin að koma heim yfir sumartíman. Þó allt væri svart var samt sól. Þegar fór að hausta og skammdegið,“ segir Sirrý og minnist hvað allt var svart þegar hún horfði út um gluggann. Svo fóru að kvikna ljós í húsunum í bænum. „Á hverju kvöldi var yfir- leitt komið nýtt ljós og við Bragi pældum í hver hefði nú verið að flytja heim,“ segir Sirrý og bætir við að það hafi hjálpað hversu snemma fólkið sneri heim. „Umferðin til okkar var mikil og þegar fólk sá venjulegt heimili sagði það oft; vá þetta er ekkert mál, ef þau geta þetta, þá getum við. Ég held að það hafi ýtt við öðrum. Fólkið okkar kom líka flest allt aftur sem var ótrúlega dýrmætt,“ segir Sirrý og bætti við að hún hafi aldrei séð eftir að hafa komið svona fljótt. „Við vorum í verri málum uppi á landi. Aðrir höfðu það þó betra, keyptu sér jafnvel húsnæði og kynntust góðu fólki. Ég skil vel að fólk hafi þurft að hugsa sig tvisvar um. Svo er líka hin hliðin, margir lentu í einelti. Við vorum mjög heppin að vera í Vestmannaeyja- samfélagi í Ölfusborgum. Í eitt skipti varð ég fyrir aðkasti. Þá var ég að fara til mömmu í Reykjavík. Stelpa, um tólf ára gömul stendur úti á götu. Kallar til mín; eru þið úr Vestmannaeyjum? Ég svara, já ,hvernig veistu það?, þá sagði hún; það er skítalykt af ykkur,” sagði Sirrý og bætti við að það hafi ríkt öfund út í Eyjamenn eins furðulegt og það var. Skil betur stöðu flóttamanna í dag ,,Vestmannaeyingar fengu margar gjafir, það er rétt en þetta voru alls ekki öfundsverðar aðstæður. Fólk jafnvel að missa heimili sín og ævistarf. Við getum því aðeins sett okkur í spor flóttamanna í dag þó ekki sé líku saman að jafna en ákveðin líkindi. Maður sá líka hversu góðhjartað fólk er til. Gunnlaugur Þórðarson, lögmaður hafði til dæmis enga tengingu til Eyja. Hann opnaði heimilið sitt og Arngrímur og Þóra bjuggu hjá honum. Hann seldi málverkin sín og setti peninginn í sjóð fyrir Vestmanneyinga. Eitt sinn kom hann með prik og kreppappír og sagði; jæja, nú er vinna fyrir ykkur, nú farið þið að gera bollu- vendi,“ segir Sirrý. Eyjapistlarnir mikilvægir Fjölskyldan hlustaði alltaf á Eyjapistilana í Ríkisútvarpinu sem var samskiptaleið fólks á þessum tíma. Ekki auðvelt oft að komast í samband við aðra. „Þegar eldgos- ið hófst var Þóra Hjördís ófrísk af Magnúsi Arnari, Arngrímur var í Eyjum í lögreglunni. Þá kom tilkynning í einum þættinum; Arngrímur Magnússon þér hefur fæðst sonur,“ segir Sirrý. Í öðrum Eyjapistli var öllum í Eyjum boðið í brúðkaup. „Það var stórkostlegt ævintýri að vera hérna á þessum tíma. Ég fór í brúðkaupið en var ekki með mikið af sparifötum. Öslaði upp Heiðarveginn í háhæluðum skóm, kjól og lopapeysu.“ Höldum veislu „Eitt sinn kom nágranni okkar í heimsókn en á þessum tíma var eldaður matur og fór fólk sem hér var að vinna uppi Gagga (Gagn- fræðaskólann) að borða. Matur- inn var geymdur í frysti niðri í Vinnslustöð. Nágranninn er í blárri úlpu með skinnkraga eins og allir áttu. Hann stendur inni á gólfi heldur breiðari en venjulega. Rennir frá úlpuni og dregur upp lambalæri sem hann hafði nælt sér í. Segir; nú höldum við veislu. Ég segi já, já, svo var farið að undirbúa. Við vorum það mörg að ég var ekki með diska handa öllum. Fundum passandi dósalok, mikið fjör og allir gátu borðað. Það var svo margt svona sem gerðist sem ég vildi að ég hefði haft rænu á að skrifa niður,“ segir Sirrý. Saga Braga Steingrímssonar: Loðnuvertíð Bragi snéri fljótlega aftur heim á meðan fjölskyldan varð eftir í Ölfusborgum. Það var að koma loðnuvertíð og hann vinnu í Gúanóinu. ,,Rétt fyrir gos var búið að ráða allan mannskapinn, 54 kalla sem áttu að vera klárir þegar vertíð byrjaði. Allir fóru þeir upp á land gosnóttina en sneru fljótlega til baka. Það þurfti að græja fyrir loðnuvertíðina og allir mættu, hver einn og einasti. Sirrý og Bragi á góðri stundu. Þegar Palli Helga keyrði framhjá á rútunni stóð Helgi úti á svölum og kallaði, Helgafell, Helgafell. ” Ég var mjög kvíðin að hitta hana, var hrædd um að hún myndi reyna að stoppa mig því Helgi var svo lítill. Ég hélt að hún myndi aldrei samþykkja að ég færi með hann með mér. Þegar ég var búin að koma þessu út úr mér, sagði hún, oh hvað ég öfunda ykkur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.