Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Page 15

Fréttir - Eyjafréttir - 02.02.2023, Page 15
2. febrúar 2023 | | 15 Skildu bara sitt eftir og kláruðu vertíðina,” segir Bragi en það var rólegt framan af vertíðinni. „Tryggingarfélögin skipuðu stöðvunum að rífa út tækin en Vinnslustöðin neitaði. Veiðar hófust en þá fengu útgerðirnar skilaboð frá tryggingafélögunum að þeir væru á eigin ábyrgð og ekki tryggðir ef bátar færu inn til Vestmannaeyja að landa. Hér var allt klárt en engin loðna. Bátarnir silgdu annað hvort austur á Höfn eða fyrir Reykjanesið og lönduðu þar. Það er ekki fyrr en Þórkatla frá Grindavík, sem var á leið vestur með fullfermi fær á sig við Bjarnarey. Það var því spurn- ing um að bjarga bátnum og koma inn til Eyja. Þeir taka sénsinn, við klárir og það gekk bara ljómandi vel. Ekkert öskufall á meðan og vorum mjög heppnir. Eftir þetta sáu hinir að þetta var ekki mikið mál og þeir komu hver af öðrum á eigin ábyrgð. Þeir voru ótryggð- ir og líka gúanóið,” segir Bragi en Gúanóið bræddi 24.000 tonn af loðnu á meðan eldgosinu stóð. Málunum alltaf reddað „Um tíma var vatns- og raf- magnslaust en við vorum sjálfir okkur nógir með rafmagn. Þegar vatnsleiðslan fór voru góð ráð dýr því bræðslan þarf mikið vatn. Við lögðum slöngu að brunni fyrir neðan Skýlið og dældum því það- an,” segir Bragi og bætti við að hann telji að það hafi flýtt mikið fyrir því að fólk kom til baka að Gúanóið var í gangi allan tímann. „Auðvitað fluttu einhverjir eftir vertíðina, maður skilur vel fólk sem kom ekki aftur. Við vorum heppin að vera á besta stað í bænum og nánst allt okkar fólk kom til baka, kom ekki annað en til greina. Við vorum fjórir eða fimm sem áttum íbúð í blokkinni. Pössuðum allt svo vel. Rafmagnið fór og það fraus í lögnum en ég passaði alltaf að tappa vatni af ofnunum þannig þegar við hæfum búskap aftur væri allt klárt. Blokkin var í raun klár þegar fólkið snéri aftur.“ Samtaka hjón Aðspurður sagði Bragi að það hafi ekki alltaf verið glæsilegt að vera í Eyjum í gosinu. „Þegar hraunið ógnaði höfninni hugsaði maður sig alveg tvisvar um en þá voru strax bara komnar aðrar hug- myndir t.d að opna Eiðið. Ég segi, að ég sé heppinn því ég og Sirrý vorum samtaka þegar kom að því að taka ákvörðun. Hér vildum við vera, kom ekkert ann- að til greina. Því þetta var ekkert bara eldgosið. Það er mannlega hliðin líka. Þetta var bara stríð, barátta við nátturuöflin.“ Sjósund á frívöktum Vaktirnar gengu allan sólar- hringinn en menn voru duglegir að finna sér eitthvað að gera á frívöktum. „Við fórum yfirleitt upp að gosi að skoða. Þegar leið á vorið og hraunið byrjaði að renna út í sjó fyrir utan hafnargarðinn vorum við búnir að finna út að sjórinn var heitur við hraunið. Eins og að vera í sundlaug, sjórinn var það heitur. Eftir því sem við fórum innar í víkina því heitari varð sjórinn. Mér fannst svo áhugavert að þegar maður var kominn svolítið frá hrauninu, á smá kafla, var sjór- inn um 30 gráður, svo bara búmm, átta gráður, skilin voru svo skörp. Maður að synda í heitum sjó og svo varð allt í einu kalt.” Ef þið lítið til baka hvað fannst ykkur erfiðast við gosið? „Óvissan um hvort allt myndi ganga upp en svo finn ég líka alltaf til með fólkinu sem missti allt sitt,“ segir Bragi og Sirrý tók undir það. „Við vorum heppin en finnum til með þeim sem misstu sitt,“ sagði Sirrý að lokum. Guðni, Jónas, Bragi og Bryngeir með magabeltið og litla kisu í miðju gosinu. Hlýlegt bréf frá Magnúsi sem var feginn að vera kominn heim. Hjalti Ella, Steisi, Svabbi, Bragi, Óskar, Bryngeir og Siggi Minkur í sjósundi á einni frívaktinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.