Úrval - 01.09.1968, Page 31

Úrval - 01.09.1968, Page 31
HVAÐ GERÐIST .... bjór með því, er hann komst í færi við þessa þunglamalegu skepnu. Og lítið á þessa flögu. Eitt sinn hélt kona á henni í hendi sér, og með henni skóf hún blóðið og fituna af húðinni, sem maki hennar, veiðimaðurinn mikli, hafði fært, henni í búið. Og feldinn sargaði hún svo til eftir beztu getu og bjó sér til úr honum flík til varnar gegn kuldanum. Þessir ljótu, gömlu steinar virðast breyta um útlit, þegar þeir eru skoðaðir í þessu ljósi. Þeir verða um leið áhugaverðir hlutir, jafnvel töfrum slungnir. Kannske væri jafnvel réttara að segja, að þeir yrðu „rómantískir" hlutir. Sumir þeirra eru 100.000 ára gamlir eða jafnvel nokkur hundr- uð þúsund ára. í Olduwaigjánni í Tanzaníu í Austur-Afríku hafa steinrunnin bein verið grafin úr grjótlögum. Þau eru svo gömul, að þau kunna að vera leifar mannapa eða einhverrar ævafornrar mann- tegundar. Hjá þeim fundust klunnaleg verkfæri úr steini, einn- ig leifar lítilla veiðidýra. Er því augsýnilegt, að þessi ófullkomnu verkfæri hafa verið notuð til þess að leggja að velli veiðidýr eða safna einhverju ætilegu. Þessi vera kann að hafa komið fram allt að því fyr- ir 700.000 árum. Svipuð tæki og verkfæri úr steini hafa fundizt á næstum því öllum þeim stöðum, þar sem leifar hafa fundizt um forna búsetu manna. Og það er því mjög tilhlýðilegt, að þetta elzta tímabil í sögu mannanna, tímabil, sem nær yfir langsamlega lengstan hluta samanlagðrar sögu mannsins, 29 skuli vera kallað steinöld hin eldri (Palaeolithicöldin). í óralangan tíma voru þessi frum- stæðu áhöld hið eina, sem forfeð- ur okkar höfðu sér til hjálpar til þess að halda velli í lífsbaráttunni og gera mögulegar nokkrar fram- farir. Hér er um svo óskaplega langan tíma að ræða, að jarðfræð- ingum og fornleifafræðingum hef- ur ekki reynzt unnt að mæla hann. Þessar framfarir voru að vísu óskaplega hægfara. Og það má reikna með því sem vissu, að oft hafi komið afturkippir í þróunina og forfeður okkar orðið fyrir alls konar skakkaföllum. Einnig hafa sjálfsagt komið stöðnunartímabil öðru hverju. Það er ekkert skráð um sögu þessara ótöldu árþúsunda. Hið eina, sem við getum stuðzt við, eru þessir tinnuklumpar, sem eru af ýmsum stærðum og með ýmsu lagi, er tíndir hafa verið úr malar- bökkum eða grafnir upp úr gólfum hellanna, sem okkar fjarlægu for- feður notuðu eitt sinn sem heimili og griðarstaði. Og' við getum verið viss um það, að áhöld þau og vopn úr tinnu, sem hafa orðið á vegi okkar, eru langt frá því að geta talizt einkennandi fyrir fyrstu af- rek mannsins á sviði menningar, jafnvel ekki þau áhöld og vopn, sem frumstæðust eru. Sum þeirra eru svo óheyrilega gömul, að það getur vel hugsazt, að þau séu frá þeim tíma, er maður- inn hafði ekki enn lært að notfæra sér eldinn. Vísindamenn segja, að fyrsta örugga sönnunin um, að menn hafi notfært sér eldinn til forna, sé að finna í hlóðum, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.