Úrval - 01.09.1968, Side 34

Úrval - 01.09.1968, Side 34
32 ÚRVAL fjölgaði, og' þeir urðu stöðugt úr- ræðabetri. Og þeir tóku að sækja fram á hinum frjósömu svæðum, sem nú komu fram undan ísnum. kannske hefur ekki alltaf verið um stöðuga sókn að ræða, en þeir létu sig ekki. Og steinöld hin eldri tók enda, en á síðari hluta ístímabilsins upphefst það tímabil, sem er venju- lega kallað miðsteinöldin eða Meso- lithicöldin. En eftir lok hennar rennur svo upp steinöld hin nýja eða Neolithieöldin. Það er enginn vafi á því, að þetta var þýðingarmesta tímabilið í allri sögu mannkynsins. Við erum stolt af afrekum nútímavísinda og tækni, en við hefðum gott af því að minn- ast þess við og við, að hinar raun- verulegu grundvallaruppgötvanir og uppfinningar, sem siðmenning okkar hvílir á, voru allar gerðar fyrir dögun hinnar skráðu mann- kynssögu. Okkur ber að minnast þannig hinna gleymdu forvígis- manna, sem hræddust ekki áhættur, sem rannsökuðu og gerðu tilraunir og prófuðu sig áfram, þótt þeir hefðu svo fátæklega reynslu fyrri kynslóða til þess að byggja á og hefðu ekkert fjármagn til ráðstöf- unar heldur aðeins til hnífs og skeiðar hverju sinni, manna, sem áttu það hvergi skráð, hvað gerzt hafði með fyrri kynslóðum. Þetta var fyrsta efnahagsbylting mannanna. Það er mjög líklegt, að veðurfarsbreytingarnar, sem fylgdu á eftir samdrætti jöklanna og minnkandi ísbreiðum, hafi gert slíka byltingu nauðsynlega. Hin stóru dýr fyrri tíma, sem mennirnir höfðu elt uppi og drepið, héldu nú burt frá þeim landsvæðum, sem nú voru orðin blaut og skógi vaxin, og buðu upp á fáar góðar ætar jurtir, a.m.k. í Evrópu. Veiðimennirnir voru í miklum vanda staddir, en hirdr snjöllustu leystu þetta vandamál fæðuskortsins með því að finna upp akuryrkjuna, þannig lifðu menn- irnir breytingar þessar af. Bæði hveiti og bygg óx villt í norðaustur- hluta Afríku og suðvesturhluta As- íu, og það var einmitt á þessum svæðum eða sumum hlutum þeirra, að kornrækt hófst. Það væri gaman að vita, hverjir hófust fyrst handa í þessu efni og hvernig. Kannske hafa einhverjar konur, sem voru að róta til með spýtum sínum í leit að einhverju æti í einhverju dalverpinu, rutt þannig svörðinn og myndað örlítinn akur af tilviljun einni. Og kannske hafa þær svo komið þangað nokkr- um mánuðum síðar og séð hveiti- stöngla vaxa þar sér til mikillar undrunar. Þær hafa kannske álit- ið, að það væru einhver tengsl milli hveitistönglanna fyrra og umróts þeirra sjálfra í jarðveginum, þótt þær væru kannske ekki vanar að beita rökvísinni að ráði í hugsana- gangi sínum. Og svo hafa þær líkt eftir því fordæmi, sem Móðir Náttúra hefur þannig gefið þeim, og árangurinn reynzt furðulega góð- ur. Kannske hefur upphaf korn- yrkjunnar verið þannig, að nokkur hveitikorn hafa verið grafin með einhverjum öldnum höfðingja ætt- flokksins, og svo þegar ættingjarnir fóru fram hjá gröfinni síðar, hafa þeir kannske fundið græna stöngla teygja sig upp af gröf hins látna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.