Úrval - 01.10.1968, Blaðsíða 16

Úrval - 01.10.1968, Blaðsíða 16
14 skotið út í geiminn með eldflaug í mörgum pörtum samtengdum. Það mundi hafa verið gert af mikilli kunnáttu og af efnum þeirrar jarð- stjörnu, sem farið var frá. Sumir partarnir, svo sem skrokkur geim- skipsins, kynnu að hafa verið gerð- ir hér, úr efnum jarðar okkar og eldsneytið fengið hér, og menn f- ngnir til að annast smíðina. Þannig mætti ímynda sér að for- feður okkar hefðu séð þá sjón sem þeir ekki gátu gleymt, fyrst: háan turn í mörgum hæðum, oddhvassan eða kúptan í efri endann, sem síðan hefoi þotið í loft upp fyrir sjónum þeirra, með gneistandi eldi og þyt, og horfið í fjarskann. Frásagan af þessu mundi svo hafa varðveitzt mann fram af manni, öld fram af öld, og lýsingin á gerð skipsins: hin oddhvassa eða kúpta trjóna, grannur skrokkurinn, sem mjókkaði upp, og samskeyti part- anna (sem svo vel má greina á mín- arettum Soffíumoskunnar). Þetta kynni að vera undirrót þess að öll guðshús, hvar sem er á jörð- inni, virðast hafa þessa sömu lögun. AUSTUR- OG VESTURLÖND Samt fór auðvitað nokkuð úr skorðum vegna ónógrar kunnáttu við smíði eftirlíkinganna og skort á tækjum og tækni, en líkingin fór ekki alveg af, ekkert musteri er svo fornt, að ekki sjáist móta fyrir þessu sama: svip af geimskipi, sem ætlað er að hefja sig til flugs frá jörðu. í hellamusterum í Indlandi voru höggvin út hin svokölluðu „stupas“ en það eru smáturnar úr steini, sem ÚRVAL líkjast Vostok mjög mikið í öllum aðalatriðum. Stupas voru einnig látnir rísa af grunni, trektlaga, eða því sem næst, og mörg fet á hæð, en undirstöð- urnar pallur, sem ýmist er hafður þrístrendur eða sem sívalningur. Ofan á hvelfingunni, sem á þeim var, var ferstrendur salur og kall- aðist „guðshúsið", og þar fyrir of- an turnspíra, og þakið keilulaga, og má geta þess í því sambandi að sum geimskip nútímans hafa yfir sér hlíf gegn loftsteinum, sem líkist regnhlíf að lögun. Þegar kristnir menn fóru að reisa sér kirkjur, höfðu þeir á þeim háa og uppmjókkandi turna, en Mú- hameðstrúarmenn byggðu sér mín- arettur, sem mest líkjast eldflaug. M.ö.o. hvort sem menn hölluðust að kristindómi, Múhameðstrú eða Brahmatrú, bera guðshúsin öll hinn sama svip af eldflaugum, eins og þær gerast nú á dögum hér á hnetti. Ef litið er til Egyptalands hins forna, má enn sjá líkingu við trjónu eldflaugar í gerð pýramídanna, og ennfremur á indverskum pagóðum. En þegar fram liðu stundir og byggingarlist fullkomnaðist, stækk- uðu keilurnar og belgdust út, urðu að hvolfþökum, en ekki náði þessi stíR hámarki fyrr en með byggingu Soffíukirkju í Konstantínópel, en hún var reist á sjöttu öld eftir Krist. Vel getur verið að þessi ný- breytni hafi verið komin frá Ind- landi. Ashoka konungur, sem uppi var á þriðju öld f.Kr., sendi Búddha- presta til að boða trú bæði í Kína og í vestari löndum, svo sem Litlu- Asíu, og jafnvel í Evrópulöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.