Úrval - 01.10.1968, Blaðsíða 111

Úrval - 01.10.1968, Blaðsíða 111
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 109 að þrem fjórðu hlutum með ópíum og bætti síðan vatni í, þar til það náði upp að merki, sem var helm- ingi lægra en yfirborð ópíumsins í tunnunum. Hann gætti aldanna vel, þannig að þeir væru jafnir, próf- aði stöðugt upplausnina roeð fingri, því að vatnið verður að vera nægi- lega heitt til þess að bræða ópíum- ið, en samt fyrir neðan suðumark, því að suða eyðileggur morfínið. Næst bætti hann við kalki og fylgdist með því, er vatnið varð mjólkurhvítt. Kalkið leysti ópíum- massann upp og aðskildi morfínið og svolítið magn af codeini frá ópíummassanum. Svo byrjuðu hin- ar svörtu jurtaleifar ópíumsins að falla til botns í tunnunni, og þá var hrært í blöndunni, þangað til vatnið varð aftur tært, þó ekki al- veg tært, heldur örlítið telitað. Nú líktist vatnið ónýtu tei. Síðan var vökvanum hellt hægt í gegnum tausíu í tóma olíutunnu. Þessi síaða upplausn var svo hit- uð aftur, og við hana var bætt ammoniumklóríði. Þetta efni hafði þau áhrif á morfínið, að það féll til botns ásamt því litla codeinemagni, sem var í upplausninni. Síðan var vökvinn síaður aftur, og botnfall- ið, sem var grábrúnn „massi“, varð eftir á tausíunni. Þetta var morfín- basinn. Þegar morfínkristallarnir þornuðu, var þeim sópað varlega af tausíunni með bursta niður í poka úr vaxpappír. Þeir voru svo innsiglaðir og geymdir í helli þar nálægt. Þegar unnið hafði verið á þenn- an hátt úr allri sendingunni, höfðu þessi 500 kíló af ópíura minnkað í 50 kíló af morfínbasa. Abdul var nýgræðingur á þessu sviði, og því lét hann sér nægja þá 250 dollara, sem hann átti að fá fyrir starf sitt. Það yrði fyrst síðar, að hann freist- aðist til þess að halda einu kílói eftir fyrir sjálfan sig og selja það upp á eigin spýtur. í Beirut fengi hann 1000 dollara fyrir 1 kíló af morfínbasa eða ferföld laun þau, sem honum voru greidd fyrir 6 daga vinnu yfir tjaldbúðabálunum. Auð- vitað yrði hann að vera hugrakkur maður til þess að reyna slíkt og þvílíkt. Levonian og vinir hans í Marseille höfðu varað hann við því, að hann yrði drepinn, ef þeir kæm- ust að því, að hann færi á bak við þá. VEGURINN TIL DAMASKUS Þetta er sami vegurinn og Páll postuli ferðaðist eftir fyrir næstum 2000 árum, þessi 66 mílna spotti milli Beirut í Líbanon og Damaskus í Sýrlandi. Núna er það mjór þjóð- vegur, sem krefst þess að hverjum ökumanni, að hann gæti ýtrustu varúðar. Enginn vegarkafli er beinn lengri spöl en hálfa mílu í senn, og þarna eru brattar brekkur og krappar beygjur. Enginn getur gert sér grein fyrir því, hvað leynast kann hinum megin við ■ beygjuna. Kannske er það hægfara vörubif- reið eða geitahjörð, sem er að labba yfir veginn. Síðla nætur var stórum, nýjum, bandarískum bíl ekið varlega norð- ur eftir veginum til Damaskus. Bíll- inn hafði kostað 8000 dollara í Beirut eða næstum full árslaun öku- mannsins, Abou Salim Mallouke,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.