Úrval - 01.10.1968, Blaðsíða 120

Úrval - 01.10.1968, Blaðsíða 120
118 ÚRVAL náð í morfínbasann um borð í skip- ið, og nú var hann í höndum efna- fræðingsins, sem átti að breyta hon- um í 50 kíló af hreinu heroini. 25 kíló af því magni tilheyrðu Levon- ian. Þegar um fyrri viðskipti hafði verið að ræða, hafði hann bara selt Benucci sinn helming í Mar- seille. En hann sagði nú, að fyrst að hann ætlaði til Ameríku, lang- aði hann auðvitað til þess að geta selt sitt eigið, heroin í New York, þar sem gróðinn væri miklu meiri. Benucci virtist skemmt við að hlusta á þessa uppástungu. „Og hverjum mundirðu svo selja í Ame- ríku?“ spurði hann. „Hverjum þeim, sem þú stingur upp á,“ svaraði Levonian. „Aha!“ sagði Benucci með ánægjuhreim í röddinni. „Það er mjög mikilvægt, vegna þess að þú veizt, hvað kemur fyrir þá, sem byrja viðskipti upp á eigin spýtur. Dag einn verða þeir of snjallir og selja röngum manni, þ.e.a.s. spæjara frá eituriyfjalögreglunni. — Og þá ...... er úti um þá!“ „Já,“ svaraði Levonian. „Ég mundi aðeins selja þeim, sem þú mælir með. Þér er óhætt að trúa því, að ég mun standa við orð mín.“ „Og hve mikið mundirðu þá borga mér fyrir þennan örugga við- skiptavin, sem ég mundi útvega þér“? Þegar Levonian heyrði þessa í- smeygilegu spurningu, hætti hann alveg að hugsa um þann mögu- leika að leika á Benucci. Hann gerði sér grein fyrir því, að Ben- ucci stóð honum miklu framar. Hann var ekki aðeins fjármála- maðurinn, sem lagði til fjármagn- ið, heldur líka hugvitsmaðurinn, meistarinn mikli, sem skipulagði allt á bak við tjöldin. „Það, sem þú mundir álíta sann- gjarnt“, svaraði Levonian. „Gott“! sagði Benucci og brosti við. Hann hafði fylgzt nákvæm- lega með viðbrögðum Armeníu- mannsins, meðan á samtali þeirra stóð. BBenucci áleit, að hann sjálf- ur ætti að miklu leyti velgengni sína þeim hæfileika sínum að þakka, að hann kunni að velja rétta menn til þess að vinna fyr- ir sig. Eiturlyfjasala var mjög flók- in viðskiptagrein, sem krafðist jafnvel enn nákvæmari skipulagn- ingar en lögleg viðskipti. Hann var í sömu aðstöðp og framkvæmda- stjóri stórs fyrirtækis, sem rekur lögleg viðskipti. Hann varð að velta einhverju af ábyrgðinni á framkvæmdum yfir á helztu und- irmenn sína. Hann gat ekki séð um það allt sjálfur. Og í Ameríku þarfnaðist hann mjög manns, sem hafði bæði til að bera nægilegar gáfur, lævísi og lipurð í framkomu til þess að eiga viðskipti við kaup- endur í Montreal, New York og Mexíkóborg. „Jú,“ svaraði Benucci, „það er mögulegt, að þú fáir tækifæri til þess að selja líka fyrir eigin reikn- ing, ef þú ferð vestur. En þú getur það aðeins með minni hjálp. Það er miklu hættulegra vestra en hér. Þar eru fleiri lögreglumenn á verði og fleiri gildrur lagðar. Segðu mér nú eitt. Hvernig ætlarðu að koma vörunni til New York?“ „í bílnum mínum. Það er Simca.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.