Úrval - 01.05.1976, Blaðsíða 78
76
URVAL
Þegar Daniel Boone fceddist, voru þeir sem þa
byggöu Bandaríkin þegnar Georgs II konungs af
Bnglandi. Þegar hann dó, var til orðin vestrœn
þjóð, sem kallaðist Bandaríki Norðurameríku,
og fremstur í flokki frumherjanna, sem oþnuðu
landið til vesturs var einmitt Daniel Boone.
Höfundur þeirrar frdsagnar af Daniel Boone,
sem hér fer d eftir, hafði aðgang að mörgum
nýjum upplýsingum, sem komu fram t
dagsljósið sem afleiðing af þeim mikla dhuga d
frumbýlingsdrunum d þessu mikla landsvceði,
sem spunnist hefur vegna afmceli Banda-
ríkjanna, sem einmitt er d þessu dri. Bókin sýnir
því nýja, mannlega hlið d Daniel Boone og
bregður um leið Ijósi d, hvers vegna og hvernig
hann varð sú þjóðsagnarpersóna, sem raun ber
vitni.
A</KAsA<yí<
* *
vtf ÍK Þ •A< *
vV *
*****
au voru á vesturleið, inn-
an við 100 sálir í enda-
lausum óbyggðum. Þau
fóru í einfaldri lest, og
það var um hálfur kíió-
meter milli fremsta og síðasta manns.
Þarna voru engir vegir, aðeins slóð,
of þröng fyrir flutningavagna. En
þau voru með nokkrar litlar uxakerr-
ur, og á þeim var varningur eins og
strokkar, stórir katlar og ýmiskonar
heimilisáhöld. Aðrar fátæklegar reit-
ur fjölskyldnanna voru bundnar upp
á hesta, en konur og ung börn sátu
ofan í milli. Aðrir gengu.
Daniel Boone var leiðangursfor-
inginn, og hann var á leið með sinn
fyrsta hóp landnema inn í Kentucky.
Hann var 38 ára að aldri. Hann og
fjölskylda hans, Rebekka, konan