Úrval - 01.05.1976, Blaðsíða 15
MAÐURINN SEM LAS HUGSANIR
pappírsmiða um leið og hann særði
lestarþjóninn í huganum til að taka
snepil þennan gildan sem farmiða.
Lestarþjóninn gataði snepilinn hlýð-
inn og sagði: „Undarlegur strákur
þetta. Hann hefur miða en samt
ferðast hann undir bekk!”
í Berlín tók Messing út þroska sinn
og uppgötvaði aðra furðulega hæfi-
leika líkama síns. Hann vann um hríð
fyrir sér með stopulum sendiferðum
og það kom fyrir að hann féll í yfirlið
af hungri. Eitt slíkt yfirlið endaði f
líkhúsinu, en þangað hafði læknir
einn sent hann sem fann ekki betur
en Messing væri steindauður.
„Hefði ekki borið þar að lækna-
stúdent, sem af tilviljun fann hjá mér
mjög hægan hjartslátt, þá hefði ég
verið grafin lifandi”, sagði Messing í
upprifjun þessara daga.
Með þessum hætti uppgötvaði
hann annan sjaldgæfan hæfileika,
hann gat fallið í svo djúpan dásvefn,
að lífsmerki hurfu að mestu. Seinna
lærði hann að falla í þetta ástand að
vild.
Hann fann sér umboðsmann og
tók að vinna fyrir sér með óvenjuleg-
um hæfileikum sínum. Umboðs-
maðurinn sýndi hann í Panoptikum
þar sem Messing lá klukkustundum
saman í lokaðri glerkistu frá föstu-
degi til sunnudags í dásvefni. Síðan
kom hann framí sirkus, þar sem hann
var stunginn nálum og prjónum til
að sýna algjört tilfinnigaleysi Wolfs
gagnvart sársauka. Og svo komu
13
hugsanalestrar þeir sem veittu hon-
um frægð og frama.
,,Árið 1915, þegar ég kom fram í
Vínarborg kynntist ég Albert Ein-
stein og Sigmund Freud”, sagði
Messing einhverju sinni. ,,Ég bjó um
hríð hjá Einstein og við gerðum
nokkrar tilraunir saman, því að þessi
mikli eðlisfræðingur hafði áhuga á
þeim kröftum sem hjá mér höfðu
fundist. Einhverju sinni var það, að
Freud, sem hafði boðist til að setja
mér verkefni í huganum, ákvað að
gera grín að okkur. I huganum sendi
hann mér þessa tilskipan: „Farðu
fram í skápinn á baðinu, taktu þaðan
töng og dragðu með henni þrjú hár
úr yfirskeggi Einsteins”. Svo varð að
vera. Ég færði Einstein mínar inn-
virðulegustu afsakanir, en um leið
framkvæmdi ég þessa óguðlegu til-
skipun.” Vísindamennirnir hlógu
báðir mikið að þessu.
„Síðar kom ég fram í mörgum
löndum heims. Á fjórða áratugnum
sneri ég aftur til Póllands. Árið 1937
sagði ég á einni sýningu minni í
Varsjá, að Hitler biði áður en langt
um liði ósigur í stríði við Rússland og
hlyti hann bana af. Með þessu hafði
ég í reynd undirritað dauðadóminn
yfir sjálfum mér. Þegar þjóðverjar
hernámu Pólland árið 1939 hand-
tóku þeir mig og börðu. Ég skildi þar
sem ég var kominn á lögreglustöð
þeirra, að ef mér tækist ekki að flýja
þá þegar, væri út um mig. Ég
einbeitti öllum vilja mínum að því að
dáleiða þá sem viðstaddir voru, og