Úrval - 01.05.1976, Síða 15

Úrval - 01.05.1976, Síða 15
MAÐURINN SEM LAS HUGSANIR pappírsmiða um leið og hann særði lestarþjóninn í huganum til að taka snepil þennan gildan sem farmiða. Lestarþjóninn gataði snepilinn hlýð- inn og sagði: „Undarlegur strákur þetta. Hann hefur miða en samt ferðast hann undir bekk!” í Berlín tók Messing út þroska sinn og uppgötvaði aðra furðulega hæfi- leika líkama síns. Hann vann um hríð fyrir sér með stopulum sendiferðum og það kom fyrir að hann féll í yfirlið af hungri. Eitt slíkt yfirlið endaði f líkhúsinu, en þangað hafði læknir einn sent hann sem fann ekki betur en Messing væri steindauður. „Hefði ekki borið þar að lækna- stúdent, sem af tilviljun fann hjá mér mjög hægan hjartslátt, þá hefði ég verið grafin lifandi”, sagði Messing í upprifjun þessara daga. Með þessum hætti uppgötvaði hann annan sjaldgæfan hæfileika, hann gat fallið í svo djúpan dásvefn, að lífsmerki hurfu að mestu. Seinna lærði hann að falla í þetta ástand að vild. Hann fann sér umboðsmann og tók að vinna fyrir sér með óvenjuleg- um hæfileikum sínum. Umboðs- maðurinn sýndi hann í Panoptikum þar sem Messing lá klukkustundum saman í lokaðri glerkistu frá föstu- degi til sunnudags í dásvefni. Síðan kom hann framí sirkus, þar sem hann var stunginn nálum og prjónum til að sýna algjört tilfinnigaleysi Wolfs gagnvart sársauka. Og svo komu 13 hugsanalestrar þeir sem veittu hon- um frægð og frama. ,,Árið 1915, þegar ég kom fram í Vínarborg kynntist ég Albert Ein- stein og Sigmund Freud”, sagði Messing einhverju sinni. ,,Ég bjó um hríð hjá Einstein og við gerðum nokkrar tilraunir saman, því að þessi mikli eðlisfræðingur hafði áhuga á þeim kröftum sem hjá mér höfðu fundist. Einhverju sinni var það, að Freud, sem hafði boðist til að setja mér verkefni í huganum, ákvað að gera grín að okkur. I huganum sendi hann mér þessa tilskipan: „Farðu fram í skápinn á baðinu, taktu þaðan töng og dragðu með henni þrjú hár úr yfirskeggi Einsteins”. Svo varð að vera. Ég færði Einstein mínar inn- virðulegustu afsakanir, en um leið framkvæmdi ég þessa óguðlegu til- skipun.” Vísindamennirnir hlógu báðir mikið að þessu. „Síðar kom ég fram í mörgum löndum heims. Á fjórða áratugnum sneri ég aftur til Póllands. Árið 1937 sagði ég á einni sýningu minni í Varsjá, að Hitler biði áður en langt um liði ósigur í stríði við Rússland og hlyti hann bana af. Með þessu hafði ég í reynd undirritað dauðadóminn yfir sjálfum mér. Þegar þjóðverjar hernámu Pólland árið 1939 hand- tóku þeir mig og börðu. Ég skildi þar sem ég var kominn á lögreglustöð þeirra, að ef mér tækist ekki að flýja þá þegar, væri út um mig. Ég einbeitti öllum vilja mínum að því að dáleiða þá sem viðstaddir voru, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.