Úrval - 01.05.1976, Blaðsíða 127
LEINDARD ÖMUR LESBLIND UNNAR
125
ER BARN ÞITT HALDIÐ LESBLINDU?
Barn þitt kann að þarfnast sérfræðilegrar hjálpar til þess að sigrast á
hindrunum af völdum lesblindu, ef einhver erftirtali merki eru
áberandi t fari þess:
Lestrarerfiðleikar, sífelldar stafsetningarvillur (einkum þegar það
stafsetur ranglega sömu algengu orðin á mismunandi hátt, öfugir
stafír, stafir á hvolfi eða öfug röð stafa innan orðs, óöryggi um notkun
vinstri eða hægri handar, eftir að barnið er orðið 5—6 ára, geysilega
samþjöppuð eða illlæsileg skrift og hrafnasparksskrift, brenglun hvað
snertir hugtökin vinstri og hægri, upp og niður, á morgun og í dag,
síðbúin tök á mæltu máli, erfiðleikar við að finna ,,rétta” orðið, þegar
talað er, lélegur árangur við samningu efnis, skortur á persónulegri
reglusemi (hlutum týnt eða þeir skildir efdr, getuleysi til að fara eftir
einföldum áætlunum og reglum, síendurtekin gleymska).
Fáir lesblindir sýna öll þessi einkenni, og börn, sem eru ekki
lesblind, geta sýnt sum þeirra. En sé um að ræða visst mynstur þessara
einkenna í fari barnsins þíns, sérstaklega lestrar- og stafsetningarvanda-
mál, væri ráðlegt fyrir þig að leita álits sérfræðings. Talaðu við kennara
barnsins, sálfræðing, námshæfnisérfræðing eða barnalækni hið fyrsta
og farðu fram á fullkomnar, alhliða prófanir. Sé barnið þitt örugglega
haldið lesblindu, mun það líklega þarfnast vandlegrar og ýtarlegrar
einstaklingsbundinnar kennslu reglulega um langa hríð. En þú skal
ekki láta skrá barnið til neins hjálparstarfs, sérstaklega ef slíkt felur ekki
í sér neina kennslu, án þess að fá fyrst ráðleggingu áreiðanlegs
sérfræðings.
eða blandaðri stjórn heilahelming-
anna.
Til allrar hamingju geta jafnvel
þeir, sem haldnireru ákafri lesblindu
af hinni venjulegu tegund, nú lært
að lesa með sómasamlegum lestrar-
hraða og skrifa læsilega með réttri
hjálp. En foreldrar slíkra barna ættu
að verða á varbergi. Enn er verið að
bjóða fram aðferðir, sem hafa alls ekki
verið prófaðar, og einnig aðferðir.
sem hafa verið fordæmdar, allt frá
því að iúnn lesblinda hoppa á
íjaðrad),iu Jg forðast ýmis gerviefni,
sem bætt er í mat, til sállæknismeð-
höndlunar og flókinna augnæfmga.
Það er samróma álit sérfræðinga á
þessu svið, að bestu lausnina sé nú að
fínna á sviði réttrar kennslu hinna
lesblindu, að nauðsyn sé á vandaðri,
nákvæmri og kerfísbundinni ein-
staklingskennslu, sem beitt sé reglu-