Úrval - 01.05.1976, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
láta þá safnast saman í næsta
herbergi. Þegar þeir fóru hlýðnir að
þessari hugskipun minni skaut ég slá
fyrir dyrnar og stökk út um glugg-
ann, sem var á annarri hæð.
Sömu nótt komst ég yfir landa-
mæri Sovétríkjanna sem urðu upp frá
þessu ættland mitt. En öll fjölskylda
mín fórst í Varsjá.
Wolf Messing kom í fyrst sinn fram
í Sovétríkjunum í bænum Gomel og
voru harla fáir viðstaddir. Menn vissu
ekki hvað var á seyði. En upp frá því
heyrði hann aðeins mikið lófatak.
Á stríðaárunum kom Wolf Mess-
ing fram á sjúkrahúsum og notaði
hinar sérstæðu gáfur sínar til að
hressa við særða hermenn, innræta
þeim trú á skjótan bata og sigur.
Annað framlag Messings til sigursins'
var fyllilega efnislegt: hann greiddi
með eigin sparifé andvirði tveggja
orustuflugvéla sem sendar voru á
vígstöðvarnar.
Mest var klappað þegar Messing á
huglestrarkvöldi í Novosíbírska þann
sjöunda mars 1944 sagði við áhorf-
endur sína: ,,Stríðinu lýkur þann
fimmta maí á næsta ári.”
„BIÐJIÐ BLINDA AÐ LÝSA
HEIMI SÍNUM”.
Þegar ég bað Messing um að lýsa
sambandi sínu við þann sem sendi
honum hugskeyti, lýsa því hvernig
hugsunin ,,Iítur út” þá svaraði hann
á þessa leið:
,,Fyrir mér eru hugsanir annarra
myndir. Ég sé þær, ef svo mætti segja
framur en ég „heyri” þær. Einhvern
stað, einhverja athöfn, einhvern
mann. Þessar myndir hafa bæði lit og
dýpt. Rétt eins og þú værir að rifja
eitthvað upp — en úr lífi annars
manns.
Ef ég snerti hugskeytasendinn
þá er mér miklu auðveldara en ella að
gera tilraunina, því að þannig „skil
ég að” hans hugsun frá öðru sem
baksviðis er. En snerting er ekki
nauðsynleg til að vita hvað annar
maður hugsar. Sumir telja að ég geti
mér til um hugsunina eftir næstum
því óeftirtakanlegum hreyfingum
andlitsvöðva. Þessu er ekki svo farið.
Það er miklu auðveldara fyrir mig að
koma fram með bundið fyrir augun,
þegar ég sé hvorki hugskeytissendinn
né salinn. Sjónrænar truflanir há bara
einbeitingu. Auðveldast á ég með að
taka á móti hugsunum heyrnar- og
málleysingja, þeirra myndir eru skýr-
astar. Ég skal játa að í þessu hugsana-
tengslakerfi er eins margt ógreinilegt
fyrir mér og öðrum. Reynið bara að
biðja blindan mann að lýsa heimi
sínum.”
„Getið þér reiknað 1 huganum
með háum tölum?”
„Nei. En einu sinni, þegar mér
var falið með hugskeyti að leysa
dæmi með lógaritmastokki, þá gerði
ég það rétt, enda þótt ég héldi í fyrsta
sinn á ævinni á slíkum stokki.”
„Finnið þér á yður ókomna at-
burði?”
, Já. Ég man best eftir því sem fyrir
mig kom í boginni Asjakhabad, en