Úrval - 01.05.1976, Page 16

Úrval - 01.05.1976, Page 16
14 ÚRVAL láta þá safnast saman í næsta herbergi. Þegar þeir fóru hlýðnir að þessari hugskipun minni skaut ég slá fyrir dyrnar og stökk út um glugg- ann, sem var á annarri hæð. Sömu nótt komst ég yfir landa- mæri Sovétríkjanna sem urðu upp frá þessu ættland mitt. En öll fjölskylda mín fórst í Varsjá. Wolf Messing kom í fyrst sinn fram í Sovétríkjunum í bænum Gomel og voru harla fáir viðstaddir. Menn vissu ekki hvað var á seyði. En upp frá því heyrði hann aðeins mikið lófatak. Á stríðaárunum kom Wolf Mess- ing fram á sjúkrahúsum og notaði hinar sérstæðu gáfur sínar til að hressa við særða hermenn, innræta þeim trú á skjótan bata og sigur. Annað framlag Messings til sigursins' var fyllilega efnislegt: hann greiddi með eigin sparifé andvirði tveggja orustuflugvéla sem sendar voru á vígstöðvarnar. Mest var klappað þegar Messing á huglestrarkvöldi í Novosíbírska þann sjöunda mars 1944 sagði við áhorf- endur sína: ,,Stríðinu lýkur þann fimmta maí á næsta ári.” „BIÐJIÐ BLINDA AÐ LÝSA HEIMI SÍNUM”. Þegar ég bað Messing um að lýsa sambandi sínu við þann sem sendi honum hugskeyti, lýsa því hvernig hugsunin ,,Iítur út” þá svaraði hann á þessa leið: ,,Fyrir mér eru hugsanir annarra myndir. Ég sé þær, ef svo mætti segja framur en ég „heyri” þær. Einhvern stað, einhverja athöfn, einhvern mann. Þessar myndir hafa bæði lit og dýpt. Rétt eins og þú værir að rifja eitthvað upp — en úr lífi annars manns. Ef ég snerti hugskeytasendinn þá er mér miklu auðveldara en ella að gera tilraunina, því að þannig „skil ég að” hans hugsun frá öðru sem baksviðis er. En snerting er ekki nauðsynleg til að vita hvað annar maður hugsar. Sumir telja að ég geti mér til um hugsunina eftir næstum því óeftirtakanlegum hreyfingum andlitsvöðva. Þessu er ekki svo farið. Það er miklu auðveldara fyrir mig að koma fram með bundið fyrir augun, þegar ég sé hvorki hugskeytissendinn né salinn. Sjónrænar truflanir há bara einbeitingu. Auðveldast á ég með að taka á móti hugsunum heyrnar- og málleysingja, þeirra myndir eru skýr- astar. Ég skal játa að í þessu hugsana- tengslakerfi er eins margt ógreinilegt fyrir mér og öðrum. Reynið bara að biðja blindan mann að lýsa heimi sínum.” „Getið þér reiknað 1 huganum með háum tölum?” „Nei. En einu sinni, þegar mér var falið með hugskeyti að leysa dæmi með lógaritmastokki, þá gerði ég það rétt, enda þótt ég héldi í fyrsta sinn á ævinni á slíkum stokki.” „Finnið þér á yður ókomna at- burði?” , Já. Ég man best eftir því sem fyrir mig kom í boginni Asjakhabad, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.