Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 4
2
URVAL
Meðan ég var sölumaður, gisti ég oft
á hóteli í litlum kaupstað. Þetta hótel
varfrægt fyrir afleita þjónustu. Þegar
ég gisti þar í fyrsta sinn, varð mér á sú
skyssa að biðja um að vera vakinn
með tei í rúmið klukkan sjö. Rétt
fyrir sjö um morguninn kom stúlka
skálmandi inn til mín með bakka.
„Viltu sykur í teið?” hrópaði hún.
,,Nei, takk,” svaraði ég. Hún
hlammaði bakkanum niður á borðið
hjá mér, og um leið og hún strunsaði
út og skellti á eftir sér, sagði hún:
,Jæja, þá skaltu ekki hræra í
bollanum.”
David Wright.
Eiginkonan er að lesa í bók um
stjörnuspeki og segir við bónda sinn:
,,Ef þú hefðir fæðst tveimur dögum
seinna værir þú vingjarnlegur, örlátur
og fyndinn.”
Viðskiptafræðingur við annan við-
skiptafræðing: ,,Nú hefur mér
loksins tekist að láta son minn skilja
gildi krónunnar. Nú vill hann fá
vasapeninginn sinn í svissneskum
frönkum.”
Til er saga um það, að eitt sinn var
Albert Einstein á fyrirlestraferðalagi
og hafði alltaf sama bílstjórann.
Fyrirlesturinn, sem hann flutti, var
um afstæðiskenninguna. Einn dag-
inn sagði bílstjórinn við Einstein,
meðan þeir voru á leið milli fyrir-
lestrastaða: ,,Dr. Einstein. Nú hef ég
hlustað á þig flytja þennan fyrirlestur
rúmlega þrjátíu sinnum. Ég kann
hann utan að og ég þori að veðja, að
ég gæti flutt hann sjálfur.”
,,Tek veðmálinu,” sagði Einstein.
, ,1 næsta skóla þekkir mig enginn,
svo þegar við komum þangað fæ ég
húfuna þína, þú kynnir þig sem mig
og flytur fyrirlesturinn.”
Bílstjórinn flutti fyrirlestur Ein-
steins gallalaust. En þegar hann var
að fara, gekk einn prófessorinn í veg
fyrir hann og lagði fyrir hann flóka
spurningu, fulla af stærðfræðilegum
jöfnum og formúlum. Bílstjórinn var
hins vegar fljótur að hugsa. , ,Lausnin
á þessu er einföld,” sagði hann. ,,Ég
er undrandi að þú skyldir yflrleitt
spyrja mig. Til þess að sýna þér, hve
auðvelt þetta er, ætla ég að biðja
bílstjórann minn að koma hingað og
svara spurningunni fyrir mig.”
Gazette.
Hoest.