Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 19
KYNSL ÖDABILID 1 VERKI
17
,,Nei, ekki aldeilis,” sagði Roy í
flýti. Ég spurði hann hvað hann ætti
við. „Ekkert,” svaraði hann. „Bara
að ég hef ekki sagt þeim neitt um
ykkur.”
Nokkrum dögum seinna hringdi
Kari Holcomb og bauð okkur í mat á
laugardagskvöldið. ,,í hverju ætlið
þið að vera?” spurði Roy strax, þegar
hann frétti um boðið.
„Einhverju látlausu, einhverju
hreinu,” svaraði ég. „Ef það verður
eitthvað gamalt, verður það snyrti-
lega stagað.”
Roy sagði að Herra Holcomb væri í
jakka og með bindi við kvöldmatinn.
„Roy,” sagði Maggie. „Roy, við
pabbi þinn höfum farið í matarboð
áður. ’ ’
Roy sagðist alltaf þvo sér hend-
urnar áður en hann settist til borðs
hjá Holcomb-fólkinu.
„Roy,” sagði ég. „Nú fer ég og
hringi til Holcomb og segi þeim, að
við séum upptekin á laugardaginn.
Og alla laugardaga.” Hann sagðist
skyldu hringja fyrir mig ef ég vildi.
Þegar það rann upp fyrir honum,
að við ætluðum að fara, fór hann að
ráða mér heilt. „Þegar þú smyrð
brauðið þitt,” sagði hann, „skaltu
bara smyrja lítið í einu. Ekki alla
sneiðina.” Ég kinkaði kolli. „Einn
vina þeirra er öldungardeildarþing-
maður,” sagði hann, „svo þú skalt
ekki segja neitt ljótt um stjórnina.”
Ég sagði honum að fara út að leika sér
í rigningunni.
„Þettafólk,” sagði ég við Maggie,
„er af því taginu sem býr til sín eigin
jólakort. Silkiþrykk á ríspappír.”
Hún hugsaði sig aðeins um. „Ætli
þau strokki sitt eigið hnetusmjör?”
Roy stakk upp að því að ég kynnti
mér einhver málefni, sem Holcomb
kynni að hafa áhuga á. Hrossa-
sýningar, kappsiglingar, steint gler.
„Þið verðið að tala um eitthvað, ”
sagði hann. Ég sagði skyldi hugsa
upp eitthvert umræðuefni. „Hvað,”
spurði hann, ætlarðu til dæmis að
segja þegar hann opnar fyrir ykkur? ’ ’
„Halló, kunningi. Þetta er allra
bærilegasta greni, sem þið hafíð
holað ykkur niður í.”
„Heyrðu,” sagði Roy. „Ég skal
fínna eitthvað handa þér að segja.
Hafðu engar áhyggjur.”
Allan næsta dag voru Roy og
Sammy, bróðir hans, að semja
sýnishorn af hæfilegum viðræðum til
að hjálpa mér að vera mér ekki til
skammar hjá Holcomb. Sammy
opnaði fyrir Roy. „Ég hef hlakkað
mikið til að hitta þig,” sagði hann.
„Dóttir mín hefur sagt mér svo
margt um þig.” Rödd hans ómaði af
mýkt sem var bil beggja suðurríkja-
hreimur og breskur yfirstéttarhreim-
ur.
„Fallegt heimili, sem þið eigið
hér,” svaraði Roy. „Einkar smekk-
legt.”
,Já,” svaraði Sammy. „Við
hjónin létum taka allt húsið í gegn
fyrir skömmu. Bæði utan og innan. ’ ’
„Það leynir sér ekki.” Roy settist